Drífa Snædal skrifar: „Getum við svo hætt að vera hissa á því að jafnrétti sé ekki náð þegar stjórnmálamenn þessa lands kalla konur í pólitík húrrandi klikkaðar kuntur, kræfar kerfiskerlingar, apaketti, lýsa yfir vanhæfi þeirra og greindarskorti, hafa skoðanir á hvort þær séu hot eða not, segja þær hafa grenjað sig inn á þing, hvort farið sé að falla á þær og fleira og fleira, allt á einni kvöldstund. Svo kannast þeir ekkert við að þetta hafi með kyn að gera. Bara alger tilviljun að konurnar fái svona útreið. Á sama tíma er rætt um hrossakaup til að koma körlum fyrir í embættum. Líka alger tilviljun.“
Fengið af Facebookvegg Drífu.
Tekin hafa verið saman orð sem þingdólgarnir notuðu um konur. Hér er listinn:
Hún er ótraust kona.
Hún er algjör apaköttur.
Hún er húrrandi klikkuð kunta.
Hún er fokking tryllt.
Hún er helvíti sæt stelpa.
Hún er kræf kerfiskerling.
Hún er miklu minna hot í ár.
Hún getur grenjað en ekki stjórnað.
Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.
Hún er kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga.
En hún er ekki hann.