Fréttir

Hunsuðu ráðuneyti Willums

By Miðjan

April 24, 2023

„Ráðherra heil­brigðismála fékk í liðinni viku fyr­ir­spurn um mis­notk­un­ina á lyfjagátt­inni frá Bergþóri Ólasyni alþing­is­manni og þar kom fram að ráðherra hafði ekki verið kunn­ugt um þessa glufu í lyfjagátt­inni fyrr en Morg­un­blaðið flutti af henni frétt. Ráðherra sagði að þetta væri til meðferðar hjá Per­sónu­vernd, Lyfja­stofn­un og land­lækni og að hann hefði látið senda fyr­ir­spurn um málið til land­lækn­is þegar hann frétti af mál­inu. Hann sagðist telja málið mjög al­var­legt og að full ástæða væri fyr­ir ráðuneytið að fylgja því eft­ir,“ segir í leiðara Moggans.

Þetta er stórmerkilegt mál. Ekki bara að óviðkomandi hafi flett upp lyfjanotkun annars fólks. Það er stranglega bannað. Mogginn segir svo:

„Já­kvætt er að ráðherra hygg­ist fylgja mál­inu eft­ir og von­andi verður gluf­unni lokað hratt og ör­ugg­lega. En það hlýt­ur samt að vera um­hugs­un­ar­efni fyr­ir ráðherr­ann að, líkt og fram kom í frétt Morg­un­blaðsins, þá funduðu Lyfja­stofn­un, land­lækn­ir og Perr­sónu­vernd um mis­notk­un á lyfjagátt­inni í fe­brú­ar síðastliðnum. Þar er málið enn í skoðun en eng­ar upp­lýs­ing­ar bár­ust sam­kvæmt þessu um málið til ráðuneyt­is­ins á þeim tveim­ur mánuðum sem liðnir eru. Það bend­ir ekki til að þess­ar stofn­an­ir taki málið mjög al­var­lega, en von­andi verður nú slegið í klár­inn því að slík­ar upp­lýs­ing­ar eiga ekki að liggja á glám­bekk og eng­inn vafi má ríkja um að fyllsta ör­ygg­is sé gætt.“