Virðing borgarbúa fyrir þessum meirihluta hlýtur að vera kominn nærri alkuli.
Gunnar Smári:
Ef störf verkafólks í Eflingu eru mikilvæg til að fyrirbyggja útbreiðslu farsóttar ætti borgin að hunskast til að semja við þetta mikilvæga fólk. Ekki sitja í bakherbergjum sínum, senda verkalýðsfélagi fólksins kaldar kveðjur, rugla umræðuna með fullyrðingum um tilboð sem aldrei voru lögð fram og vonast til að verkfallið eyðileggist af því að verkafólkið er ábyrgara gagnvart íbúum borgarinnar en fólkið í meirihlutanum. Ef mikilvægt er að verkafólkið mæti til vinnu á meirihlutinn að leggja fram tilboð sem stöðvar verkfallið. Virðing borgarbúa fyrir þessum meirihluta hlýtur að vera kominn nærri alkuli.