Greinar

„Ríkisbarnsfóstran“ enn í haldi Bjarna

By Miðjan

October 21, 2020

Talið er að á ári hverju séu um eitt hundrað milljörðum stolið undan skatti. Tillögur sem eiga að geta lagað þetta mein eða dregið úr því eru í geymslu hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Ekki er að sjá að nokkur áhugi sé til að taka á þessu máli.

Óli Björn Kárason, þingmaður flokksins, skrifar langa grein í Mogga dagsins. Þar stígur hann aðeins inn á sprengjusvæðið.

„Rík­is­barns­fóstr­an hef­ur því áhyggj­ur af öllu – ekki aðeins hvort virðisaukaskattsnúmer ísbúðar liggi kýr­skýrt fyr­ir.“

Óli Björn virðist hitta naglann á höfuðið. Það sem hann nefnir er alvörumál. Það verður að taka á þessu og „ríkisbarnsfóstran“ verður að gera betur. Það verður að gera betur. Ekki er unandi við að Bjarni Benediktsson beiti neitunarvaldi og komi í veg fyrir að sótt verði að því fólki sem svíkur okkur hin um allt að eitt hundrað milljarða á ári. Þurfi að efla „ríkisbarnsfóstruna“ þá bara gerum við það. Ávinningurinn er augljós.

-sme