Sigmar Guðmundsson alþingsimaður skrifaði:
„Hér sjáum við einn afrakstur þess þegar alþingismenn efna til yfirheyrslu á löggjafaþinginu yfir sjáfstæðri kærunefnd sem úrskurðar eftir lögum sem þessi sömu þingmenn setja. Formaður kærunefndarinnar kallaður svikahrappur lands og þjóðar og sagður bera ábyrgð á efnahagstjóni og stórslysi á þjóðmenningu, sögu og tungu. Ef menn líta svo á að einhverjir séu þjóðníðingar vegna þess að hingað koma hælisleitendur, þá liggur sökin hjá Alþingi en ekki kærunefnd sem úrskurðar eftir lögum sem þar eru sett. Þetta er ekki eina svona dæmið á internetinu í dag. Þetta hundaflautublístur í Allsherjar og menntamálanefnd í morgun var þinginu til skammar.“
Rétt er að taka undir hvert orð hjá Sigmari. Þetta er vont mál.