- Advertisement -

Hugsanlegt að fasteignir lækki í verði

- ótrúlegur munur á þróun byggingakostnaðar, sem lækkar, og fasteignaverðs sem stórhækkar. Hugsanlegur viðsnúningur framundan.

Á sama tíma og byggingakostnaður lækkar hefur fasteignaverð stórhækkað. Þannig eykst bilið sífellt, það er milli kostnaðarverðs og söluverðs.

Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði um hálft prósent, frá apríl í fyrra fram til apríl á þessu ári, og meira en fjórðungshækkun raunverðs var á íbúðum í fjölbýli. Þetta segir að hagnaður þeirra sem byggja húsnæði til að selja er mikill um þessar mundir.

Stóraukið framboð framundan

„Mikill skortur á framboði íbúða hefur stuðlað að miklum verðhækkunum fasteigna á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum misserum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Í ljósi þess að sjaldan hefur verið hagstæðara að byggja íbúðarhúsnæði til að selja og að skipulag og lóðaframboð munu tæplega tefja mikla uppbyggingu, er ekki ólíklegt að byggingastarfsemi aukist og verði veruleg á næstu misserum. Framboð íbúða gæti því aukist verulega á tiltölulega stuttum tíma.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verð lækkar hugsanlega

Hagsjá Landsbankans útilokar ekki verðlækkun fasteigna. „Komi sú staða samtímis upp að samdráttur verði í útleigu íbúða til ferðamanna, annaðhvort vegna stóraukins eftirlits með skattlagningu eða fækkunar ferðamanna, er vel hugsanlegt að verulegur fjöldi íbúða komi inn á sölumarkað á skömmum tíma. Við slíkar aðstæður gæti verðþróun á markaðnum breyst mjög hratt. Þá gæti dregið hratt úr verðhækkunum, verð hætt að hækka eða jafnvel lækkað.“

Í Hagsjánni segir að nokkrir þættir sem hafa dregið úr framboði og þannig minnkað hinn hefðbundna kaup- og sölumarkað á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru uppkaup leigufélaga á íbúðum og mikil útleiga íbúða til ferðamanna. Að auki hefur lítil byggingastarfsemi og lítið framboð lóða, einkum í Reykjavík, áhrif líka.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: