- Advertisement -

Hugsanlegar afleiðingar af kjöri Trump

Prófessor Gylfi Magnússon skrifaði eftirfarandi:

Það er auðvitað of snemmt að reyna að spá fyrir um afleiðingar kosninganna í Bandaríkjunum … en ég ætla samt að henda upp nokkrum líklegum afleiðingum:

  • 1. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn.
  • 2. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því.
  • 3. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum.
  • 4. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið.
  • 5. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran.
  • 6. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði.
  • 7. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar.

Þetta er auðvitað allt afleitt og e.t.v. getur þróunin orðið eitthvað skárri en hér segir. Það er hins vegar nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott komi út úr tilvonandi valdasetu Trumps.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: