Hugleikur Dagsson.

Fréttir

Hugleiki hent út af Facebook – Þetta er ástæðan: Sjáðu myndina!

By Ritstjórn

June 23, 2022

Samfélagsmiðillinn vinsæli, Facebook, skellti hurðinni á nefið á hinum óborganlega snillingi, Hugleiki Dagssyni.

Það er kappinn sjálfur sem segir frá, á öðrum samfélagsmiðli, Twitter:

„Það er ekkert ósanngjarnt, enda falla verkin mín ekki að smekk allra; og það er bara jákvætt.“

Hann bætir því við að „ég trúi því að þetta sé teikningin sem varð til þess að mér var hent út,“ og deilir myndasögu sinni; þar sem Hugleikur gerir grín að auðveldu aðgengi að allskyns skotvopnum.

Ps: Nú er Facebook búið að sjá að sér, og mögulega sjá og skynja hárbeitta gagnrýnina sem er sterkasta vopn snillingsins Hugleiks.