- Advertisement -

Hryllingssögur á Alþingi / ljósmóðir í Texas í fangelsi í 20 ár?

„…frá ísraelskum stjórnvöldum sem nú murka lífið úr meira en 400 manneskjum á einum sólarhring ofan á þau tugþúsunda sem hafa verið drepin síðustu 15 mánuði.“

„Í síðustu viku sótti ég fund Sameinuðu þjóðanna þar sem réttindi kvenna víða um heim voru til umræðu. Fundurinn markaði 30 ára afmæli Peking-sáttmálans, tímamótaáætlunar sem var samþykkt árið 1995 af 189 löndum og hafði það að markmiði að flýta framgangi kynjajafnréttis og bæta stöðu kvenna um allan heim. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að öllum sem er umhugað um mannréttindi og blómleg lífvænleg samfélög taki höndum saman og standa vörð um réttindi kvenna og ekki síst hinsegin fólks sem er þunglega vegið að í dag — því að bakslagið er raunverulegt,“ sagði Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar.

„Ráðherra frá Danmörku sagði á fundinum stöðuna þannig að hann geti ekki horft framan í dætur sínar og lofað þeim að þær muni búa áfram við þau sjálfsögðu mannréttindi sem þær hafa í dag. Fréttir berast daglega af því hvernig vegið er að réttindum kvenna í landi sem kennir sig við frelsi. Í vikunni var ljósmóðirin Maria Margarita Rojas handtekin og á hún yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir að framkvæma fóstureyðingu í Texas, sem nú eru ólöglegar líkt og lyf til að framkalla fósturlát. Staða kvenna í heiminum er mjög misjöfn og eru Norðurlöndin í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti þó svo að enn sé mikið verk að vinna þar sem og annars staðar.“

Þetta er allt rétt en mjög illt. Bíðið við Ása Berglind var hvergi nærri hætt:

„Staða kynsystra okkar er þó hvergi verri í dag en í Palestínu. Þar verða konur og börn fyrir miskunnarlausum árásum frá ísraelskum stjórnvöldum sem nú murka lífið úr meira en 400 manneskjum á einum sólarhring ofan á þau tugþúsunda sem hafa verið drepin síðustu 15 mánuði. Ekki nóg með það, þá hafa þau líka hindrað störf mannúðarstofnana og beitt konur kerfisbundnu kynferðisofbeldi, ráðist á heilbrigðisstofnanir sem sinna þörfum kvenna, þar á meðal barnshafandi kvenna, og komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar berist þeim. Þetta sýnir skýrsla frá sérfræðingum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út í síðustu viku.

Það liggur fyrir að fjölmörg lönd ætla að draga úr framlagi sínu til mannúðarsamtaka. Við þær aðstæður er brýnt að Ísland standi með mannréttindum og standi sterkt með þeim mikilvægu stofnunum sem sjá um systur okkar og bræður sem standa verst í þessum heimi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: