- Advertisement -

Hrollvekjandi staða á vinnumarkaði

Sú leið byggist á því að í stað þess að fresta launahækkuninni þá verði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% tímabundið.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Staðan sem er að teiknast upp á íslenskum vinnumarkaði er vægast sagt hrollvekjandi enda er allt of stór hluti tannhjóla atvinnulífsins við það að stöðvast. Í dag eru 23 þúsund manns komnir í skert hlutastarf og upp undir 15 þúsund á fullar atvinnuleysisbætur.

Þessi staða á vinnumarkaðnum er nú þegar orðin mun verri en hún varð í hruninu og það er ljóst að við verðum að finna leiðir til að verja störfin, verja kaupmáttinn og verja heimilin. Við verðum að finna leiðir til að verja lífsviðurværi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi launafólks eins og kostur er á meðan þessi faraldur gengur yfir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það liggur fyrir að fjölmargir atvinnurekendur hafa óskað eftir við stéttarfélögin að við þessar fordæmalausu aðstæður sem við eigum nú við að etja verði að fresta þeim launahækkunum sem eiga að koma til framkvæmda á morgun.

Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar er ég tilbúinn að fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins.

Sú leið byggist á því að í stað þess að fresta launahækkuninni þá verði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% tímabundið meðan faraldurinn gengur yfir. En markmiðið með þessari leið væri að verja atvinnuöryggi launafólks og tryggja um leið að launahækkanir skili sér til launafólks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: