Stjórnmál

„Hrollkaldur tölvupóstur“ á Alþingi

By Miðjan

April 22, 2020

Ari Trausti Guðmundsson skrifar skrítna grein í Fréttablaðið  í dag. Þar reynir hann með frekar  óljósum hætti að verja Steingrím  J.  Sigfússon þingforseta, sem með ofsa sleit þingfundi nánast áður en hann byrjaði.

Niðurlag greinar Ara Trausta er merkilegt.  Samt vantar að segja okkur meira:

„Hrollkaldur  tölvupóstur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 16 . apríl, sem hann misst i greinilega úr höndum sér til annarra en flokksmanna, afhjúpar andlýðræðislega pólitíska aðferðafræði með þessum kjarna: Því  fleiri óumdeild stjórnarmál sem andstaðan skemmir fyrir í núverandi ástandi, hvað sem gagnsemi þeirra líður, þeim mun betra fyrir mig og mína. Í póstinum af hjúpast gróf tilraun til að grafa undan þingbundnu lýðræði sem ekki má líða. Eru aðrir úr forystu stjórnarandstöðunnar samþykkir þessari aðferðafræði? Ég vona ekki, en það á eftir að koma í ljós.“

Hvað var í pósti formanns Miðflokksins?