Greinar

Hróðugir ráðherrar með allt í kalda koli

By Miðjan

March 25, 2021

Ekki er vika síðan ráðherrar Íslands þyrptust á tröppur húsdýragarðsins, húsdýragarðsins, nei, ég meina auðvitað ráðherrabústaðarins, til að opinbera fullan sigur yfir Covid. Búið var að boða að allt fólk, innan og utan sólkerfis, væri velkomið til Íslands. Landsins sem sigraði Covid. Svo allrar nákvæmni sé gætt, til ríkisstjórnarinnar sem sigraði Covid. Þetta var á föstudaginn síðasta.

Nú, fáum dögum síðar, eru þeir sömu ráðherrar með allt í skrúfunni. Þau eru flatreka og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Rifið er í allar neyðarhemla. Önnur ráð hefur ríkisstjórnin ekki. Ákveðið var að hætta að hlýða ráðum sérfræðinga. Það frelsi stóð aðeins í örfáa daga.

Sennilega eru fáir Íslendingar verr til þess fallnir að þétta raðirnar en þessir sömu ráðherrar.

-sme

e.s. Katrín Jakobsdóttir er gestur á rás 2. Rétt í þessu. Ég skipti yfir á Rondó.