Stjórnmál

Hringir þetta virkilega engum bjöllum í hausnum á krötunum í Samfylkingunni?

By Ritstjórn

June 27, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Eitt sem ég skil ekki í íslenskri pólitík er hvers vegna flokkur sem skilgreinir sig sósíaldemókratískan, eins og Samfylkingin gerir, skuli hafa á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið. Meginreglan er sú að eftir að lönd ganga í Evrópusambandið þá molna sósíaldemókratískir flokkar niður og fylgi þeirra helmingast, í mörgum tilfellum miklu meira en það. Það er eins og þetta tvennt fari ekki saman; Evrópusambandið og sósíaldemókratía. Hægri flokkar sem unnu að inngöngu í Evrópusambandið standa sambandið yfirleitt miklu betur af sér, kannski vegna þess að stefna ESB er meira í takt við þeirra á grunnstefnu, á meðan að í sumum tilfellum hafa fyrrum sósíaldemókratísk stórveldi ekki lifað sambandið af, eru orðnir að marklausum jaðarflokkum í dag. Hringir þetta virkilega engum bjöllum í hausnum á krötunum í Samfylkingunni? Sjá þeir ekkert samhengi þarna á milli?