Hrafn Magnússon skrifar:
Var að horfa á endurtekinn þátt á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um málefni eldri borgara. Þátturinn heitir „Lífið er lag“ og er stjórnandi þáttarins maður að nafni Sigurður Kolbeinsson, búsettur í Kaupmannahöfn.
Í þættinum kom fram Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu. Helgi var við sama heygarðshornið og jós skömmum og svívirðingum yfir lífeyrissjóðina og starfsfólk sjóðanna. Hringbraut og Sigurður Kolbeinsson verða að svara því hvað Helgi í Góu greiddi sjónvarpsstöðinni fyrir að koma fram í þessum þætti.
Hitt er svo líka ömurlegt að vita til þess að Félag eldri borgara í Reykjavík skuli með velþóknun auglýsa þessa þætti á heimasíðu sinni. Nóg er nú samt.
Sigurður Kolbeinsson hefur komið víða við sögu, þegar kemur að kaupum á útsendingartíma á Hringbraut, sbr. meðfylgjandi frétt.