Fréttir

Hringbraut: Þorsteinn Már ræður Sjálfstæðisflokknum – fyrir norðan

By Ritstjórn

October 12, 2020

„Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá ræður Þorsteinn Már því sem hann vill ráða í Sjálfstæðisflokknum fyrir norðan og hann vill óbreyttan lista,“ segir í grein Hringbrautar á hringbraut.is.

Hringbraut fjallar þar um stöðu Kristjáns Þórs Júlíussonar og þvertekur fyrir að hinn bjóði sig ekki fram í komandi kosningum.

„Þó hermt sé að Kristján Þór sé orðinn leiður á stjórnmálavafstrinu og stöðugri gagnrýni, þá geti Samherjamenn ekki hugsað sér að hann hætti við núverandi aðstæður,“ segir Hringbraut.

Vangaveltur hafa verið settar fram um að Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tæki við af Kristjáni Þór.

„Þetta er rangt,“ segir Hringbraut. „Kristján Þór er ekkert að hætta strax. Og þó svo væri kæmi Ásthildur ekki í hans stað. Samningur bæjarstjórnar Akureyrar við hana kveður skýrt á um það að hún sinni starfi sínu sem bæjarstjóri út kjörtímabilið, fortakslaust.“

Hringbraut segir svo: „Þá er einnig ljóst að Njáll Friðbertsson þingmaður kjördæmisins ætlar sér fyrsta sætið strax og Kristján hættir. Jens Garðar Helgason á Eskifirði hefur einnig áhuga. Þó er talið fullvíst að flokkurinn muni hiklaust tefla fram Akureyringi enda er helmingur kjósenda kjördæmisins búsettur við Eyjafjörðinn.“