Fréttir

Hringbraut jafnar Trump við Hitler

By Miðjan

March 15, 2020

„Vandamál samtímans í veröldinni eru næg þó ekki séu unnin óhæfuverk af valdamönnum á hæsta stalli. Því hærra sem þeir eru settir, þeim mun hættulegri eru þeir. Næg eru dæmin úr sögunni: Napoleon, Hitler og Trump. Og nú langar Boris Johnson að bætast í þennan vafasama hóp. “

Þetta er bein tilvitnun skrifa á hringbraut.is. Fyrirsgögn greinarinnar er ákveðin, eða: „Fársjúkur Trump skaðar hagsmuni Íslands að ástæðulausu“.

Kveikjan að skrifum Hringbrautar er lokun landamæra Bandaríkjanna.

„Ófagleg vinnubrögð forsetans má rekja til eigin hagsmuna hans. Trump er að reyna að slá ryki í augu kjósenda með þessari aðgerð. Hann bendir fingri til Evrópu og reynir að kenna okkur um ástandið í Bandaríkjunum vegna veirunnar. Fyrir því eru engin rök. Forsetinn reynir að leika einhverja pólitíska leiki. Það mun ekki takast að þessu sinni. Flestir sjá í gegnum loddaraskapinn og gera sér ljóst að útspil Trumps er til heimabrúks í kosningabaráttunni.

Vonandi verður þetta ábyrgðarlausa upphlaup Trumps til að tryggja að hann verði ekki endurkjörin í haust. Ekki einungis Bandaríkin þurfa á því að halda að losna við þennan hættulega mann – heldur öll heimsbyggðin.

Okkur hér á Íslandi svíður að dragast inn í kosningaslag í Bandaríkjunum að ósekju. Valdabrölt Trumps bitnar illa á okkur næstu 30 daganna. Honum gæti ekki verið meira sama!“

Hér má lesa skrifin öll.