- Advertisement -

Hringavitleysan í stjórnarráðinu

Ríkisstjórnin reynir hvað hún getur til að sýnast ábyrg. Fáum dögum áður en Kveikur og Stundin sviptu tjöldunum frá athæfi Samherjamanna felldi ríkisstjórn tillögu um meiri peninga til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Nú neyðist ríkisstjórnin að gera nákvæmlega það sem hún vildi síst af öllu fyrir fáum dögum síðan.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta í Ríkisútvarpinu nú rétt áðan:

Logi Einarsson:
Mér finnst ríkisstjórnin ekki leggja þungt á vogarskálarnar í þeim efnum með svona vinnubrögðum.

„Það var þannig í afgreiðslu annarrar umræðu fjárlaga þá lagði Samfylkingin til beinlínis breytingatillögu um það að verja meira fé til héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra. Það var fellt af stjórnarmeirihlutanum. Við nefndum þetta mál sérstaklega að það yrði velt öllum steinum við. En mér finnst líka viðhorfið hjá ríkisstjórninni birtast dálítið illa í þessu. Það er auðvitað þannig að það er Alþingi sem hefur fjárveitingavaldið. Ríkisstjórnin getur ekki beitt sér fyrir því að stjórnarmeirihlutinn hafni tillögu og mæti svo bara upp í Tjarnargötu nokkrum dögum seinna og gefi einhliða yfirlýsingar út um það að þau ætli bara að drita út peningum hingað og þangað. Auðvitað munu þau þurfa að sækja fjármuni til Alþingi. Hluti af þessu vandamáli er að við getum talast við og við getum unnið saman og við getum aðeins lagað hugmyndir okkar um hvernig samfélagið virkar. Mér finnst ríkisstjórnin ekki leggja þungt á vogarskálarnar í þeim efnum með svona vinnubrögðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: