- Advertisement -

Hriktir í stoðum ríkisstjórnar Bjarna Ben

„Allt bend­ir til þess að vertíðin sé að fara for­görðum út af at­hafna­leysi ráðherr­ans.“

Teitur Björn EInarsson.

Stjórnmál Hvalveiðar eða ekki hvalveiðar kunna að ráða miklu um framtíð veikrar ríkisstjórnar Bjarna Ben.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er í einskonar störukeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður í NV-kjördæmi bregst illa við framgangi Bjarkeyjar matvælaráðherra.

Mogginn fór í málið og talaði við Teit Björn. Þar segir hann margt stórt sem um leið mælir styrk hans innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er mjög al­var­legt mál..

„Það er ekki aðeins að ráðuneytið hafi haft þetta mál til skoðunar svo mánuðum skipt­ir, held­ur hafa hval­veiðar sem eru heim­ilaðar lög­um sam­kvæmt verið í alls kon­ar skoðun hjá ráðuneyt­inu nú í meira en ár. Það er aug­ljós­lega ekki verið að virða máls­hraðareglu stjórn­sýslu­rétt­ar í ljósi þess hvers eðlis málið er,“ sagði Teit­ur Björn við Moggann.

„Um tvær vik­ur eru til hefðbund­ins upp­hafs vertíðar­inn­ar, en sök­um tafa á af­greiðslu leyf­is­ins virðist ljóst að ekki verður af veiðum í sum­ar,“ segir í Moggafréttinni.

„Málið er háð ákveðnum tímaþátt­um, veiðar eiga sér stað á sumr­in og það er ekki verið að taka til­lit til þess og þar með er ekki verið að beita máls­hraðaregl­unni með rétt­um hætti. Þá er ekki verið að taka neitt til­lit til þeirra gríðarlegu hags­muna fólks sem á hér mikið und­ir. Allt bend­ir til þess að vertíðin sé að fara for­görðum út af at­hafna­leysi ráðherr­ans,“ sagði Teit­ur Björn.

„Það er mjög al­var­legt mál þegar ráðherra brýt­ur lög og enn al­var­legra þegar það er gert vís­vit­andi í póli­tísk­um til­gangi. Það hef­ur af­leiðing­ar,“ seg­ir hann.

Hvaða af­leiðing­ar?

„Ég get ekki sagt til um það núna, en ef það er svo að hval­veiðar verða ekki í sum­ar vegna ólög­mæts at­hafna­leys­is ráðherra, þá er ráðherra enn og aft­ur að baka rík­inu skaðabóta­skyldu,“ seg­ir Teit­ur Björn.

„Mér finnst það óskilj­an­leg stjórn­sýsla.“

Nú hef­ur Hval­ur hf. eng­in svör fengið frá rík­is­lög­manni um ósk um viðræður um skaðabæt­ur vegna hval­veiðibanns síðasta sum­ars. Hver eru þín viðbrögð við því?

„Mér finnst það óskilj­an­leg stjórn­sýsla á all­an hátt,“ seg­ir hann.

Nú verður fjöldi fólks af háum tekj­um vegna þessa ráðslags mat­vælaráðherra og flest­ir eru bú­sett­ir í þínu kjör­dæmi. Hvað vilt þú segja við það fólk?

„Hval­veiðar eru lög­mæt og sjálf­bær at­vinnu­grein sem bygg­ir á vís­inda­leg­um grunni. Lög­in eru al­veg skýr og ég mun ekki sætta mig við stjórn­sýslu sem fer á svig við þau lög. Það eru gríðarleg­ir hags­mun­ir und­ir og ekki hægt að una við það að verið sé að viðhafa ómál­efna­lega stjórn­sýslu og að tekið sé fyr­ir grund­vall­ar­rétt­indi fólks sem var­in eru í stjórn­ar­skránni með ólög­mætu at­hafna­leysi. Ég lít þetta mjög al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir Teit­ur Björn, við Moggann.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: