- Advertisement -

Hreiðar: Framsókn hefur dregið að sér heldur ógeðfelldan aðdáendahóp

Stjórnmál „Mér finnst Sigmundur taka nokkuð afgerandi af skarið með að flokkurinn standi með mannréttindum. Trúfrelsi og bann gegn mismunun eru meðal þeirra. Einnig tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsinu eru sett þau takmörk með banni sem lagt er við hatursorðræðu,“ segir Hreiðar Eiríksson, sem sagði sig af framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík, á Facebooksípu sinni

Hann segist ekki hafa staðið frambjóðendur Framsóknar og flugvallarvina að slíku. „Hins vegar hafa þeir lýst vilja til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða og fara gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla stjórnvaldsákvarðanir sem orðnar eru endanlegar. Með þessu hefur framboðið dregið að sér heldur ógeðfelldan aðdáendahóp sem trúlega telur sig nú hafa fundið sér heimili í Framsóknarflokknum. Þessi sami hópur dregur hveri af sér í hatursorðræðunni og því miður láta sumir frambjóðendur hana standa á Facebook síðum sínum í lengri eða skemmri tíma.“

Hreiðar segir meira: „Andstæðingar Framsóknarflokksins hafa líka málfrelsi og hafa rétt til að tjá skoðanir sínar á málefninu og flokknum. Miðað við málefnið, sem flokkurinn setti á oddinn, og hræðilegar afleiðingar áþekkrar hugmyndafræði í nýsögunni, þá er ekki skrítið að málefnið valdi miklu tilfinningaróti. Það er því ekki, að mínu mati, rétt að fólk nýti þau mannréttindi að tjá sig um flokk sem með þögn sinni hefur gefið í skyn að hann styðji áform framboðs Framsóknar og flugvallarvina um ofangreind mannréttindbrot. Að mínu mati hefði verið heppilegra að tala skýrt, strax í upphafi. Þá hefði árásin á flokkinn sjálfan ekki orðið eins hörð og almennir flokksmenn ekki setið undir ámæli vegna afstöðu sem hvorki var þeirra afstaða né flokksins í heild.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: