Fréttir

Hraunavinir kæra íslenska ríkið

By Sigrún Erna Geirsdóttir

October 15, 2014

Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu, með stuðningin Landverndar, vegna Gálgahraunsmálsins. Telja kærendur að Hæstiréttur hafi brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar.

Á vef Náttúrunnar.is kemur fram að Hæstiréttur hafi hafnað með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fá ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um hvort umhverfisverndarsamtök ættu aðgang að dómstólum. Krafan hafði verið gerð í lögbannsmáli sem samtökin höfðuðu gegn Vegagerðinni vegna lagningar nýs Álftanesvegar um Gálgahraun.

Sjá frétt á vef Náttúrunnar.