- Advertisement -

Hraunavinir kæra íslenska ríkið

Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu, með stuðningin Landverndar, vegna Gálgahraunsmálsins. Telja kærendur að Hæstiréttur hafi brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar.

Á vef Náttúrunnar.is kemur fram að Hæstiréttur hafi hafnað með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fá ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um hvort umhverfisverndarsamtök ættu aðgang að dómstólum. Krafan hafði verið gerð í lögbannsmáli sem samtökin höfðuðu gegn Vegagerðinni vegna lagningar nýs Álftanesvegar um Gálgahraun.

Sjá frétt á vef Náttúrunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: