Samfélag Hrafn Gunnlaugsson hefur ákveðna skoðun um hvar hyggilegast er að byggja Landspítala. Hann skrifar á Facebook:
„Hugmynd um nýja staðsetningu Landspítalans: Laugarnestanginn hefur hefð sem spítalastaður, Holdsveikraspítalann, – hér er fagurt um að litast, frábær aðgangur frá sjó og landi, sjúkrabílar lentu ekki í umferðarhnútum hér – og meir en nóg pláss – mætti rífa kofann minn og hin húsin ef þau væru fyrir og nota verkin á safninu til skrauts. Málið er að gera ekki gamla Miðbæinn að skrýpi og forða mesta skipulagsslysi í sögu Reykjavíkur.“