Hræsni Katrínar Jakobsdóttur
Vilhjálmur Birgisson skrifar: Ég skora á alla að hlusta á þessa ræðu og deila henni, en ræðuna flutti Katrín Jakobsdóttir þingmaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra árið 2015 þegar kjarasamningar verkafólks voru lausir.
En í þessari stuttu ræðu segir hún meðal annars: „Laun verða að vera þannig að hægt sé að lifa af þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í tilfinningaþrunginni ræðu árið 2015.
Hvar er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra núna í ljósi þess að núna byggist krafa okkar akkúrat á því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærsluviðmiðum?
Nei, nú er umhyggja hennar fyrir lágtekjufólk gleymd og tröllum gefin og í staðin leyfir hún fjármálaráðherra að hóta verkafólki daginn út og inn í aðdraganda kjarasamninga. Hræsni.is!