- Advertisement -

Hrægammar markaðsaflanna sveima yfir orkuauðlindunum

Öll munum við markaðsvæðingu fjármálakerfisins fyrir hrun þar sem fjárglæframenn einkavæddu  gróðann og skattgreiðendur sáttu uppi með tapið, þessa sögu þekkjum við öll vel!

Vilhjálmur Birgisson kom inn á orkupakkann og auðlindir í ræðu sinni á Akranesi í gær.

„Það blasir líka við að hrægammar markaðsaflanna sveima yfir orkuauðlindum þjóðarinnar í von um stjórnvöld komandi ára taki ákvörðun um að einkavæða Landsvirkjun og þessi sömu markaðsöfl vonast einnig til að sú stund renni upp að hingað verði lagður sæstrengur frá Evrópu. 

Ég trúi og treysti ekkiíslenskum stjórnvöldum þegar þau segja: „Það stendur ekki til að hingað verði lagður sæstrengur.“  Ég spyr: Af hverju er þá Landsvirkjun búin að eyða hundruðum milljóna í að kanna hagkvæmi þess að hingað verði lagður sæstrengur?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Raf­magn er und­ir­staða til­veru okk­ar í dag.

Raf­orka á að vera á for­ræði og í eigu þjóðarinnar og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði.  Raf­magn er und­ir­staða til­veru okk­ar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra, sú ábyrgð er of mik­il til að markaðsöflin fái að véla með hana, enda hef­ur markaðsvæðing grunnstoða yf­ir­leitt ekki bætt þjón­ustu, lækkað verð né bætt stöðu starfs­fólks.

Öll munum við markaðsvæðingu fjármálakerfisins fyrir hrun þar sem fjárglæframenn einkavæddu  gróðann og skattgreiðendur sáttu uppi með tapið, þessa sögu þekkjum við öll vel!

Það er for­senda fyr­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu lífs­gæða að eign­ar­hald á auðlind­um sé í sam­fé­lags­legri eigu og að við njót­um öll arðs af nýt­ingu auðlind­anna og get­um ráðstafað okk­ar orku sjálf til upp­bygg­ing­ar at­vinnu hér á landi.

Mér er það til efs að nokkurt sveitarfélag eins og við Akurnesingar hafi jafn mikla hagsmuni af því að tryggja að orkuauðlindirnar séu ætíð á forræði og í eigu þjóðarinnar og rati ekki í hendurnar á markaðsöflunum sem eru því miður oft á tíðum knúinn áfram á græðginni einni saman. 

„Það má klárlega segja að búsetuskilyrði  okkar Akurnesinga sé nánast samofin stóriðjufyrirtækjunum á Grundartanga.“

Af hverju segi ég þetta, jú vegna þess að atvinnuöryggi þúsunda starfsmanna sem starfa hjá stóriðjunum á Grundartanga myndi klárlega verða ógnað ef orkuauðlindirnar yrðu einkavæddar og sæstrengur lagður frá Evrópu til Íslands.  Enda blasir við að raforkuverð mun ekki bara hækka gríðarlega til heimilanna heldur einnig til stóriðjunnar og það myndi klárlega geta leitt til þess að rekstarforsendum þessara fyrirtækja yrði ógnað, sem myndi leiða sjálfkrafa til þess að atvinnuöryggi allra starfsmanna í orkufrekum iðnaði hér á landi væri stefnt í hættu.

Það má klárlega segja að búsetuskilyrði  okkar Akurnesinga sé nánast samofin stóriðjufyrirtækjunum á Grundartanga og ef rekstrarforsendum verður kippt undan þessum fyrirtækjum þá getum við Akurnesingar nánast slökkt ljósin, svo mikilvæg eru þau okkar samfélagi.  Já orkupakkarnir og raforkumálin eru stórmál sem við verðum að taka alvarlega og hafa skoðun á, en mín skoðun er hvellskýr, þetta mál á að fara í þjóðaatkvæðagreiðslu, enda um eitt af stærstu hagsmunamálum sem þjóðin hefur staði frammi fyrir í mörg ár.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: