- Advertisement -

Hótun um stjórnarslit hræddu þingmann VG

Hótun um stjórnarslit hræddu þingmann VG

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir blákalt, í samtali við Stundina, að hann hafi varið Sigríði Á. Andersen vantrausti, ekki vegna þess að hann treysti henni, heldur vegna þess að hann styðji ríkisstjórnina.

„Eins og ég fór skilmerkilega yfir í atkvæðagreiðslu þá er ég enn jafn ósáttur með þær embættisfærslur sem lágu undir vantrauststillögunni en ég styð ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur,“ segir þingmaðurinn í viðtalinu.

Sigríður dómsmálaráðherra hefur eing og sér hert reglur um útlendinga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta kemur mér á óvart og ég tel mjög mikilvægt að þetta verði tekið fyrir á hinu pólitíska sviði sem fyrst og rætt þar. Það er mjög mikilvægt að framkvæmd laganna sé í anda þeirrar mannúðar sem lagt var upp með og ég tek ábendingar Rauða krossins mjög alvarlega í þessum efnum og hef horft til hans þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir Kolbeinn Proppé í samtalinu við Stundina.

„Ég ítreka að ég tel brýnt að í þessum málum sem öðrum sé mannúð höfð að leiðarljósi, og það er andi þeirra laga sem um málaflokkinn fjalla. Því fyrr sem við getum farið að ræða þetta í þessum þverpólitíska hópi því betra,“  svarar þingmaðurinn þegar hann er spurður um stöðu hælisleitenda.

„Þetta er sá málaflokkur þar sem stefnur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks eru mjög fjarri hvor annarri, það eru sennilega fáir málaflokkar þar sem jafnt langt er á milli. Ég mun ekki draga af mér í þessum málaflokki þó við séum í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, því fer fjarri. Það er talað um það í stjórnarsáttmála að skipa eigi þingmannanefnd til að fara yfir framkvæmd laganna og endurskoða eftir þörfum. Ég myndi líta á það sem besta farveginn til að ná fram varanlegum úrbótum á regluverkinu. Það hlýtur að fara að bresta á að sú nefnd verði skipuð.“

Þetta sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, við Stundina. Sem kunnugt er er Andrés Ingi þegar fallinn í ónáð hjá þingflokksformanni VG, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, sem og forystu Sjálfstæðisflokksins, sem skiptir ekki minna máli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: