- Advertisement -

Hótel og veitingastaðir velta 100 milljörðum á einu ári

Ferðamál Meðan veltan eykst í ferðaþjónustunni og mannvirkjagerð dregst hún saman í fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu sjávarafurða. Þetta er markverðast í tölum Hagstofunnar um virðisaukaskattskyldri starfsemi og breytingum á henni milli ára.

Alls nam velta virðisaukaskattskyldrar starfsemi í mars og apríl 2014 tæpum 524 milljörðum króna sem er 2,0 prósent, aukning miðað við sama tímabili árið 2013. Á síðustu tólf mánuðum hefur veltan aukist mest í rekstri gististaða og veitingarekstri og einnig í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð samanborið við tólf mánuði þar á undan. Mesti samdrátturinn fyrir sama tímabil er í Flutningum og geymslu og einnig í Fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu sjávarafurða.

Sjá nánar á vef Hagstofunar, hagstofa.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: