- Advertisement -

Hóta lögmanni Útvarps Sögu

Sævar Þór Jónssyni, sem sinnir lögmannsstörfum fyrir Útvarp Sögu, segir að sér hafi verið hótað þess vegna. Bæði hefur verið hringt í Sævar Þór og honum sendur tölvupóstur með hótunum. Þetta kemur fram á vef útvarpsstöðvarinnar.

„Ég þekki það að þurfa að standa í því að mér séu sendir, ekki einn tölvupóstur heldur margir tölvupóstar og símtal og sagt; „við bara hvetjum þig að þú gerir þetta, ellegar muni þetta gerast“, það er hér grasserandi rétttrúnaður sem er farinn að snúast upp í andhverfu sína,“ er haft eftir Sævari Þór á heimasíðu Útvarps Sögu.

Aðspurður segir Sævar að hann muni ekki láta slíkar hótanir hafa áhrif á störf sín. „Það er náttúrulega bara þannig að við höldum bara ótrauðir áfram og látum þetta ekki hafa áhrif á okkur.“

Sævar Þór var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu ásamt Hauki Haukssyni fréttamanni. Þar greindi hann frá hótununum, „…þar sem þær ítrekuðu árásir á Útvarp Sögu sem birst hafa með margvíslegum hætti voru meðal annars til umfjöllunar, “  segir á vef Útvarps Sögu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: