Alþingi ræddi um að lágmarksframframfærsla almannatrygginga skuli vera 300 þúsund krónur. Í umræðunni var rætt velvilja ríkisstjórnarinnar til bankanna. Sem sést helst í sílækkandi bankaskatti. Bankafólkið hefur barist fyrir sínu. Og náð árangri.
Birgir Þórarinsson Miðflokki sagði af þessu tilefni: „Ég hef setið fundi þar sem þau hafa kynnt sín mál í þessum efnum og mér er sérstaklega minnisstætt þegar einn bankastjórinn kom fyrir fjárlaganefnd, bar sig illa og sagði að bankaskatturinn væri mjög íþyngjandi fyrir fjármálafyrirtækin. Ekki liðu margir mánuðir áður en þessi bankastjóri hætti síðan og fékk 150 milljónir króna starfslokasamning frá þeim banka. Ég verð að segja að það eru þversagnir í þessu.“
Birgir hinkraði lengur við bankaskattinn og sagði: „Það er talað um nauðsyn þess að lækka bankaskattinn vegna þess að það komi neytendum svo vel, að gjöld verði lækkuð, að við sjáum vonandi lækkun vaxta o.s.frv. Ég hef spurt hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessi gjöld komi til með að lækka? Því er ekki hægt að svara. Í ljósi reynslunnar hef ég efasemdir um að neytendur eigi eftir að sjá að vextir komi til með að lækka.“
Birgir endaði á þessum orðum: „ Það er jafn nauðsynlegt og að leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra.“