„Þetta er hörmulegt. Hörmulegt fyrir ungu kynslóðina sem kemur æ verr undirbúin út í lífið, hörmulegt fyrir þjóðina, sem þannig fær ekki notið þess mannauðs sem í henni býr. Og já, það er líka hörmulegt fyrir skattgreiðendur þessa lands sem verja um 200 milljörðum króna í skólakerfið á hverju ári en afraksturinn er ekki betri en þetta. Það gerir svo illt verra að einkunnaverðbólga er landlæg í hinum ósamræmdu grunnskólum og lítið mark á þeim takandi,“ segir í leiðara Moggans í dag.
Þarna er fast slegið og ekki sist til Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálráðherra.