Mannlíf

Hörkusókn gegn bágstöddum

By Miðjan

October 29, 2021

„Svarið sem blasir við er að hér er eitthvert ójafnvægi í bótakerfunum okkar og ég hjó eftir því í kosningabaráttunni að fjármálaráðherra nefndi sérstaklega að það þyrfti að stokka upp þessi bótakerfi,“ hefur Halldór Benjamín í Mogga gærdagsins.

Vissulega er vont ef atvinnulaust fólk hafnar vinnu. Ekkert er getið um ástæður þess að vinnu er hafnað. Vegna þess vilja Bjarni Benediktsson og Halldór Benjamín veikja öryggisnet þeirra verst settu í samfélaginu.

Þegar þeir vilja stokka upp kerfið er það ekki til að styrkja það. Þeir vilja veikja það.

„Íslendingar eru vinnufús þjóð og við þekkjum það ekki að hér sé fólk á atvinnuleysisskrá þegar næga vinnu er að hafa og að langtímaatvinnuleysi haldi áfram að aukast. Þetta er samtal sem þarf að eiga sér stað við eldhúsborð landsmanna, ekki aðeins milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, enda getum við sem samfélag ekki samþykkt að vinnufúsar hendur þiggi ekki vinnu þegar hún býðst,“ er haft eftir Halldóri Benjamín.