Vilhjálmur Þ.:
„Í undanfara prófkjörs er nauðsynlegt að frambjóðendur upplýsi væntanlega þátttakendur í prófkjöri um afstöðu sína til einstakra mikilvægra hagsmunamála borgarinnar.“
„Það er nokkuð augljóst að við val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar verði viðhaft prófkjör, sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík geta tekið þátt í,“ skrifar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri í Moggann.
Vilhjálmur hafnar þeirri leið sem síðast var farin og þá um leið forystu Eyþórs Arnalds. Innan flokksins gætir einnig mikillar óánægju með störf þeirra Hildar Björnsdóttur og Katrínar Atladóttur. „Það ætti að reka þær i flokknum,“ sagði þekktur flokksmaður við mig. Sá sagði þær mun nær Samfylkingunni, í störfum sínum, en Sjálfstæðisflokki.
Jæja aftur að grein Vilhjálms fyrrum borgarstjóra:
„Í undanfara prófkjörs er nauðsynlegt að frambjóðendur upplýsi væntanlega þátttakendur í prófkjöri um afstöðu sína til einstakra mikilvægra hagsmunamála borgarinnar, ekki síst málefna sem lögð verður sérstök áhersla á í komandi kosningum. Mikilvægt er að þau stefnumál sem frambjóðendur sameinast um verði rækilega kynnt öllum þeim sem kosningarétt hafa í komandi borgarstjórnarkosningum.“