- Advertisement -

Hörð innanflokksátök eru í Sjálfstæðisflokki

Samfylkingin hefur misst sambandið við upprunann.

Styrmir Gunnarsson.

Sennilega eru engar ýkjur að segja að margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins séu allt að því reiðir út í forystu flokksins og þingflokk. Enginn er betri til að skýra ástandið en Styrmir Gunnarsson.

„Nýj­asta dæmið um firr­ingu stjórn­mála­stétt­ar­inn­ar er sam­eig­in­leg­ur fund­ur þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna sem hald­inn var sl. miðviku­dag til þess að leggja á ráðin um það hvernig ætti að leggja fyr­ir, rök­styðja og af­greiða með hraði svo­nefnd­an orkupakka 3 frá ESB sem get­ur haft áhrif sem efn­is­lega jafn­gilda því að fela Brussel yf­ir­stjórn fiski­miðanna við landið,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Í ljósi þess að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins vita mæta vel hvað andstaðan við orkupakka 3 er mik­il meðal al­mennra flokks­manna er það áleit­in spurn­ing hvers vegna þeir virðast ekk­ert ætla að taka til­lit til sterkra til­finn­inga þess fólks sem hef­ur stutt þá til valda.

„Í ljósi þess að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins vita mæta vel hvað andstaðan við orkupakka 3 er mik­il meðal al­mennra flokks­manna er það áleit­in spurn­ing hvers vegna þeir virðast ekk­ert ætla að taka til­lit til sterkra til­finn­inga þess fólks sem hef­ur stutt þá til valda,“ segir í grein Styrmis í Morgunblaðinu í dag.

„Sama fyr­ir­bærið er á ferð í rík­is­stjórn og að því er virðist þess­um sömu þing­flokk­um í tengsl­um við þá kjara­deilu sem nú stend­ur yfir. Enn tala tals­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þann veg að þetta sé deila á milli aðila vinnu­markaðar, vinnu­veit­enda og launþega, þegar aug­ljóst er að kröfu­gerð verka­lýðsfé­lag­anna á ræt­ur í því að rík­is­valdið tók sér fyr­ir hend­ur fyr­ir rúm­um tveim­ur árum að ger­ast leiðandi í launaþróun á Íslandi, sem Óli Björn Kára­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks, benti rétti­lega á hér í blaðinu fyr­ir skömmu að gæti ekki gengið upp.“

Sama sam­bands­leysi birt­ist í því að Viðreisn og Sam­fylk­ing eru sam­taka í því að hvetja til þess að Ísland taki upp evru, á sama tíma og ljóst er að evr­an er und­ir­rót stór­fellds at­vinnu­leys­is á evru­svæðinu og ekki sízt í lönd­un­um við Miðjarðar­haf.

Styrmir er ekki einungis bundinn við eigin flokk þegar hann skoðar ástand stjórnmálanna: „Þessi blinda á veru­leik­ann í kring­um okk­ur er raun­ar ekki bund­in við stjórn­ar­flokk­ana eina. Fyr­ir viku kom flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar sam­an til fund­ar. Ein af þeim til­lög­um sem lágu fyr­ir þeim fundi var frá Kjart­ani Val­g­arðssyni og var svohljóðandi:

„Flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar álykt­ar að fella beri úr­sk­urð Kjara­dóms frá 29. októ­ber 2016 um laun for­seta Íslands, þing­far­ar­kaup alþing­is­manna og launa­kjör ráðherra úr gildi með laga­setn­ingu.“

Hvernig var þessi til­laga af­greidd í flokki sem bygg­ist á sam­ein­ingu Alþýðuflokks og hluta Alþýðubanda­lags (verka­lýðsflokka 20. ald­ar­inn­ar)? Til­lögu Kjart­ans var vísað til stjórn­ar eða mál­efna­nefnd­ar sem þýðir skv. frétt Morg­un­blaðsins fyr­ir nokkr­um dög­um að hún kem­ur til umræðu annaðhvort næsta haust eða á næsta ári!

Sama sam­bands­leysi birt­ist í því að Viðreisn og Sam­fylk­ing eru sam­taka í því að hvetja til þess að Ísland taki upp evru, á sama tíma og ljóst er að evr­an er und­ir­rót stór­fellds at­vinnu­leys­is á evrusvæðinu og ekki sízt í lönd­un­um við Miðjarðar­haf.“

Hvað ætli valdi því að þegar fólk sem hef­ur þurft að leggja mikla vinnu í að afla sér fylg­is sam­borg­ara sinna til þess að ná kjöri til Alþing­is og ætti þess vegna að vera bet­ur að sér en aðrir um hjart­slátt þjóðfé­lags­ins tek­ur sæti á þingi og í rík­is­stjórn virðist til­finn­ing­in fyr­ir um­hverf­inu hverfa á skömm­um tíma.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: