- Advertisement -

„Hoppa upp í eigið rass­gat“

…maður skyldi þá ætla að þung­um bagga væri létt af rekstri borg­ar­inn­ar nú þegar ferðaþjón­ust­unn­ar nýt­ur ekki leng­ur við…

Sigrún Elsa Smáradóttir, fram­kvæmda­stjóri Ice­land Exclusi­ve Tra­vels, skrifar kröftuga grein í Moggann í dag.

„Það ætti kannski ekki að koma á óvart að viðbrögð stjórn­valda séu ráðleys­is­leg enda hef­ur ferðaþjón­ust­an frá upp­hafi verið póli­tískt munaðarlaus, ólíkt öll­um öðrum at­vinnu­grein­um, sem er í sjálfu sér óskilj­an­legt þegar um stærstu og mann­frek­ustu at­vinnu­grein lands­ins er að ræða,“ skrifar hún.

„Það er raun­ar nán­ast al­veg sama til hvaða flokka litið er; sama tóm­lætið eða jafn­vel andúð virðist alls staðar vera að finna. Ég man eft­ir fjár­málaráðherr­an­um okk­ar fyr­ir nokkr­um árum segja „sam­keppn­is­staða ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu er það síðasta sem maður hef­ur áhyggj­ur af“ og oft má ráða að hag­vöxt und­an­far­inna ára megi rekja til ráðsnilli ráðamanna frem­ur en upp­gangs ferðaþjón­ust­unn­ar. Nú í vet­ur birti Reykja­vík­ur­borg skýrslu um hvað ferðaþjón­ust­an kost­ar borg­ina mikið, maður skyldi þá ætla að þung­um bagga væri létt af rekstri borg­ar­inn­ar nú þegar ferðaþjón­ust­unn­ar nýt­ur ekki leng­ur við, sú skýrsla er nátt­úr­lega einn skandall út í gegn sem er al­veg efni í ann­an pist­il. Því auðvitað er það þannig að Reykja­vík­ur­borg, ríkið og Íslend­ing­ar al­mennt hafa notið góðs af upp­gangi þess­ar­ar grein­ar. Ferðaþjón­ust­an hef­ur lagt grunn­inn að góðum lífs­kjör­um und­an­far­inna ára, það sést best á þeim áhrif­um sem það hef­ur nú þegar hún er stopp,“ skrifar Sigrún Elsa, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Við eig­um betra skilið en að vera skil­in eft­ir í óverðskuldaðri skömm.

„En á þessu virðist eng­inn skiln­ing­ur, ráða má af umræðunni að fólkið sem starfað hef­ur við ferðaþjón­ustu og byggt upp grein­ina eigi bara að skamm­ast sín og hoppa upp í eigið rass­gat. Mönn­um verður tíðrætt um græðgi og fyr­ir­hyggju­leysi, þetta sé bara eins og með minka­bú­in, all­ir hafi bara ætlað að græða og ruðst í það sama og þess vegna sé svona komið núna… Það má á köfl­um ráða af umræðunni að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn sé ís­lenskri ferðaþjón­ustu að kenna,“ skrifar hún.

„Það gef­ur auga­leið að fyr­ir­tæki í þess­um geira hafa þurft að fara í fjár­fest­ing­ar og upp­bygg­ingu. Það er ekki hægt að fara úr því að taka á móti 300 þúsund ferðamönn­um í á þriðju millj­ón ferðamanna á 10 árum án þess að það kalli á veru­lega innviðaupp­bygg­ingu. Það hef­ur ekk­ert með græðgi eða fyr­ir­hyggju­leysi að gera, það er heil­brigð skyn­semi sem komið hef­ur öll­um efna­hag lands­ins vel und­an­far­in 10 ár.

Það er al­gjör­lega óþolandi fyr­ir fólk sem starfað hef­ur að þess­ari upp­bygg­ingu að sitja nú und­ir sleggju­dóm­um og árás­um. Fólk sem starfað hef­ur í grein­inni hef­ur margt hvert lagt allt sitt í upp­bygg­ingu henn­ar, allt sitt fé, ómæld­an tíma árum sam­an, oft­ar en ekki langt um­fram sím­innk­andi vinnu­viku al­mennra launþega. Við eig­um betra skilið en að vera skil­in eft­ir í óverðskuldaðri skömm. Það má finna ein­hverja sem hafa grætt á ferðaþjón­ustu, þó það nú væri, en stærst­ur hluti fólks sem rek­ur fyr­ir­tæki og vinn­ur í grein­inni er bara venju­legt fólk sem legg­ur líf og sál í að veita góða þjón­ustu og skapa sjálfu sér og land­inu gott orðspor.

En af óskilj­an­leg­um ástæðum er ferðaþjón­ust­an eins og óhreinu börn­in henn­ar Evu, rík­is­stjórn­in sér ástæðu til að veita sér­staka styrki til fyr­ir­tækja sem hef­ur verið „gert“ að loka tíma­bundið en ekki ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja. Fólk sem rek­ur t.d. hár­greiðslu­stof­ur og hef­ur getað notað sér 75% hluta­bóta­leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar þann rúma mánuð sem þurfti að loka, og sér nú fram á veru­leg upp­grip þegar aft­ur verður opnað fyr­ir bók­an­ir, á kost á sér­stök­um rekstr­ar­styrkj­um sem er gott og blessað en ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hafa nú verið defacto lokuð í tvo mánuði og sjá ekki fram á að geta fengið viðskipta­vini til sín vegna aðgerða stjórn­valda um ófyr­ir­séðan tíma mega éta það sem úti frýs eða í besta falli skuld­setja sig til að borga fast­an kostnað og hluta launa.

Þetta lýs­ir bet­ur en flest annað viðhorf­inu til ferðaþjón­ust­unn­ar; það er bara eins og hún sé fyr­ir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: