Gunnar Smári skrifar:
Hvað erum við Íslendingar að gera í hernaðarbandalagi með Bandaríkjunum, stríðsglæpaveldi sem stýrt er af hatursfullum fávitum? Íslenskir ráðamenn bjóða meira að segja stríðsæsingamönnum frá Washington hingað og taka á móti þeim sem eins og þeir séu fínt fólk, taka undir óra þeirra og lýsa yfir ævarandi stuðningi við bandarísk stjórnvöld, kalla Bandaríkin vinaþjóð okkar. Hvaða skríll er það sem kallar þá vini sína sem fara með ofbeldi og níðingsskap gagnvart öllum öðrum? Ömurlegustu skítseiðin á skólalóðinni. Og það þarf ekki Sjálfstæðismann í utanríkisráðuneytið til að niðurlægja Íslendinga með þessum hætti, ríkisstjórn Samfylkingar og VG elti fávitana í Washington og hvatti til loftárása á Líbýu og kveikti þar með bál sem enn brennur; eyðir og skemmir líf milljóna, fólks sem við eigum akkúrat ekkert sökótt við og sem við réðumst á fyrir engar aðrar sakir en að fávitarnir í Washington (og aðrir fávitar í Evrópu einnig) höfðu af heimsku sinni og hroka afsalað réttinum til lífs.
Eru virkilega hvergi á Vesturlöndum ríkisstjórnir sem ræða má við um hvernig skrúfa megi ofan af þeirri vitleysu sem NATÓ og undirgefni við sturluð stjórnvöld í Washington eru? Ef svo er ekki, þá verðum við að byrja ein. Þetta er of niðurlægjandi, að láta svona hrotta vaða eftirlitslausa yfir allt og alla, óbærilegt að við skulum hanga í frakkalafinu á glæpalýðnum.