https://www.facebook.com/rosabjorkbrynjolfsdottir/videos/2256652424423259/
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG skrifar:
Í gær samþykkti Alþingi að fullgilda fríverslunarsamning við Filippseyjar þar sem ofbeldisfullur brjálæðingur er við völd sem hefur fyrirskipað dráp á þúsundum manna án dóms og laga. Það er holur hljómur í málflutningi Íslands við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ef við fordæmum eina stundina hryllileg mannréttindabrot á Filippseyjum og staðfestum svo fríverslunarsamning hina stundina. Ég kaus gegn þessum fríverslunarsamning og fullgildingu hans á meðan staða mannréttinda á Filippseyjum er fullkomlega óviðunandi, og sagði að það þurfi að bíða með fullgildinguna af Íslands hálfu þar til staðan batnar. Við höfum fordæmi fyrir því að bíða, gerðum það með Kólumbíu þar til ástand mála batnaði þar í landi. Verum samkvæm sjálfum okkur.
Birtist á Facebooksíðu Rósu Bjarkar fyrir augnabliki.