- Advertisement -

Hollywood léti sér ekki detta svona þvæla í hug

„Þýska­land var ekki vanþróað land óupp­lýst fólks og ill­menna upp úr 1930 frem­ur en Banda­rík­in árið 2016. Heiðvirt fólk brást bara ekki við hætt­unni meðan það var hægt.

Stjórnmál / Benedikt Jóhannesson er ónýtur Mogganum í dag. Hann byrjar grein sína af krafti:

„For­seti Banda­ríkj­anna læt­ur her­menn ryðja burt friðsöm­um mót­mæl­end­um til þess að hægt sé að taka mynd af hon­um með bibl­íu í hendi. Svip­mynd­in er svo heimsku­leg að Hollywood léti sér ekki detta svona þvæla í hug.

Þegar Trump var kos­inn óttuðust marg­ir að hann gæti gert skelfi­lega hluti, en aðrir voru viss­ir um að Banda­rík­in, brjóst­vörn lýðræðis­ins, hefðu næga ör­ygg­is­ventla. Reynsl­an sýn­ir þvert á móti að Trump geng­ur sí­fellt lengra, hót­ar and­stæðing­um, rek­ur þá sem eiga að gæta þess að regl­um sé fylgt og hef­ur þær að engu. Hann dreg­ur Banda­rík­in út úr alþjóðasam­vinnu, reis­ir múra, berst mark­visst gegn viðskipt­um þjóða á milli og býr til ímyndaða óvini eins og djúpríkið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðar í greininni skrifar Benedikt: „Alræðis­stjórn­ir fortíðar áttu leyni­leg­ar skrár um alla. Koma þurfti fyr­ir hler­un­ar­búnaði og skrifa upp skýrsl­ur með ær­inni vinnu og fyr­ir­höfn. Núna göng­um við sjálf­vilj­ug með búnað sem skrá­ir all­ar hreyf­ing­ar okk­ar, veit hvað við les­um, hlust­um eða horf­um á og get­ur heyrt og tekið upp allt sem sagt er. Það sem meira er, of­ur­tölv­ur með gervi­greind geta unnið úr upp­lýs­ing­un­um á auga­bragði. Svona búnað hefðu Stalín og Hitler þegið með þökk­um. Þeir sem slökktu á sím­an­um hefðu farið fyrst í fanga­búðirn­ar.“

Og svo kemur: „Þýska­land var ekki vanþróað land óupp­lýst fólks og ill­menna upp úr 1930 frem­ur en Banda­rík­in árið 2016. Heiðvirt fólk brást bara ekki við hætt­unni meðan það var hægt. Á Íslandi hæðist ákveðinn hóp­ur manna að „góða fólk­inu“, jafn­vel menn sem áður nutu álits.

Þór­ar­inn Eld­járn orti:

Veðrið er fínt, það er fal­legt á Bakka

og fasism­inn ríður í hlað.

Velgreidd­ur maður í vönduðum jakka,

í vas­an­um morg­un­blað.

Bakka­bræður taka gest­in­um vel. Í lok kvæðis­ins vill hann gista. Hverju svör­um við þá?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: