- Advertisement -

Hoggið í æðstu stjórn ASÍ

- nýr formaður VR verður í stjórnarandstöðu innan ASÍ

Ólafia B. Rafnsdóttir, sem tapaði í formannskjöri í VR, er varaforseti Alþýðusambands Íslands og horft var til hennar sem hugsanlegs forseta sambandsins. Svo verður ekki.

Ólafía laut í lægra haldi fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni. Ljóst er að hinn nýi formaður mun ekki ganga í takt við æðstu forystu ASÍ. Alls ekki hvað varðar Salek.

Niðurstaða formannskjörs VR mun hafa mikil áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar. VR er stærsta verkalýðsfélag á Íslandi. Ragnar Þór Ingólfsson stendur fyrir aðrar skoðanir en forysta ASÍ, ekki bara í kjara- og verkalýðsbaráttunni, heldur og einnig hvað varðar lífeyrismál.

Framundan eru eflaust átök um ýmsilegt í innri málum Alþýðusambandsins. Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Ragnar Þór að niðurstaða kosninganna væri vangtraust á forystu ASÍ. Í stað þess að formaður VR væri einn af helstu stjórnendum sambandsins, verður formaðurinn nýi trúlega í einn helsti stjórnarandstæðingurinn í ASÍ.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ragnar hlaut tæp­lega 63 prósent greiddra at­kvæða. 5.706 greiddu at­kvæði af 33.383 sem eru á kjör­skrá.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: