- Advertisement -

Kafli eitt af þremur: Höfum komið óorði á Ísland

(Vegna jarðarfarar verður starf Miðjunnar með öðrum hætti í dag. Við munum birta úrval greina sem voru skrifaðar í tímaritið Mannlíf árið 2008, í aðdraganda hrunsins).

Þegar ákveðið var að hætta með fastgengisstefnu krónunnar og verðbólgumarkmið tók við hefur það helst gerst að markmiðið hefur ekki nást, með örfáum undantekningum, stýrivextir eru þeir hæstu sem þekkjast, verðbólgan hækkar stöðugt og gengi krónunnar er algjörlega óútreiknanlegt.

En hvers vegna var fallið frá fastgengisstefnunni? Jú, hún var að gera út af við krónuna, hún þoldi ekki álagið sem myndaðist eftir að íslenskt efnahagslíf opnaðist og viðskipti milli Íslands og annarra landa jukust langt umfram það sem áður var.

Seðlabankinn hefur tvö tæki til að ná markmiðinu, stýrivexti og bindiskyldu. Stýrivöxtunum hefur einum verið ætlað að duga gegn verðbólgunni, þar sem Seðlabankinn hefur lækkað bindiskylduna. Ekki þarf að spyrja um árangurinn. Núverandi staða segir til um hann og svartar spár Seðlabankans um komandi tíma segja til um hvers er að vænta af núverandi peningamálastefnu. Við hljótum að hafa gert eitthvað rangt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, segir Seðlabankann hafa gert rangt, þegar hann lækkaði bindiskyldu bankanna í stað þess að hækka hana og að við höfum ekki búið okkur nægilega undir erfiðari tíma.

 Seðlabanki kominn í ógöngur / Lengst af þessum tíma hefur gengi krónunnar verið hátt, svo hátt að það hefur valdið útflutningsgreinunum verulegum vanda, ekki síst ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Krónan hefur fallið um fjórðung frá áramótum. En er nauðsynlegt að gengi krónunnar styrkist sem fyrst og sem mest?

„Það sem Seðlabankinn virðist vera að gera með því að hækka vextina aftur og aftur er að laða til landsins erlent fjármagn til að halda genginu uppi, til að falsa gengið. Gengið hefur lengi verið of hátt og ég tel það enn vera of hátt, þrátt fyrir þá gengislækkun sem hefur orðið á þessu ári. Seðlabankinn telur sér skylt að reyna að halda fast í gengið, vegna þess að hinn kosturinn er að láta gengið falla eins og það þarf, en það myndi þýða að verðbólgan færi enn hærra upp fyrir verðbólgumarkmiðið. Þannig að Seðlabankinn er kominn í algjörar ógöngur. Hann getur sjálfum sér um kennt að miklu leyti,“ segir Þorvaldur Gylfason.

Það er rétt sem Þorvaldur segir, Seðlabankinn hefur hækkað vextina ítrekað og þeir eru þeir  hæstu sem þekkjast.

„Það sem Seðlabankinn hefur gert rangt er að hækka vextina svona mikið. Það hefur engu skilað og dregið okkur í þann dilk sem skapar ótrúverðugleika. Sá stimpill sem því fylgir okkur hefur kostað okkur minni trú annarra á hagkerfinu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur sagt að með þessum háu vöxtum vekjum við athygli umheimsins sem afar sérstök þjóð og það hafi neikvæð áhrif.

Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur og forstöðukona greiningardeildar Landsbanka Íslands, segir þurfa að slá á þensluna og hún gefur lítið fyrir tillögur um að lækka vextina.

„Ég tel að það verði afar erfitt fyrir Seðlabankann að lækka vexti á meðan verðbólguvæntingar eru eins háar og þær eru núna. Væntingar almennings og fyrirtækja koma bæði fram í spurningakönnunum Gallup og í opinberri umræðu um að miklar verðhækkanir undanfarið séu eðlilegar afleiðingar gengislækkunar krónunnar. Einhver orðaði það svo í sjónvarpsviðtali að hækkanirnar væru „síst of miklar“. Það sem verra er, er að menn virðast ekki bara reikna með mikilli verðbólgu á næstu mánuðum, heldur til langrar framtíðar. Í dag krefjast fjárfestar til dæmis sjö prósent hærri vaxta af fjögurra ára óverðtryggðum skuldabréfum, en af vertryggðum. Þetta er að mínu mati einn besti mælikvarðinn á verðbólguvæntingar, því þarna eru menn ekki bara að svara símakönnun, heldur að leggja peningana sína að veði. Menn þora sem sagt ekki að kaupa óverðtryggð skuldabréf sem fást endurgreidd eftir fjögur ár nema fá meiri háttar verðbólguálag ofan á verðtryggða vexti.  Útreikningar Seðlabankans benda til að fjárfestar telji að verðbólga verði fimm prósent eftir 10 ár. Svo mikil verðbólga í eins langan tíma yrði auðvitað algjörlega óásættanlegt fyrir okkur sem þjóð og gæti valdið lífskjaraskerðingu til framtíðar. Reynslan sýnir að um leið og verðbólguvæntingar fara úr böndunum þá minnka líkurnar á því að við getum „hleypt verðbólgunni í gegn“ í tímabundnu verðbólguskoti og líkurnar aukast á að verðbólgan magnist upp og verði viðvarandi. Seðlabanki á lögbundnu verðbólgumarkmiði getur því tæplega hafið vaxtalækkunarferli áður en betri tök nást á verðbólguvæntingum.

Ég held líka að menn vanmeti mjög þau áhrif sem slík aðgerð gæti haft á trúverðugleika Íslands erlendis, lánshæfismat og umsagnir alþjóðlegra stofnanna á borð við OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það gæti skaðað mjög trúverðugleika Íslands og aðgang okkar að erlendu fjármagni, ef við veljum að skipta um efnahagsstefnu þegar erfiðleikar steðja að.“

 Hátt gengi og óstöðugleiki / Verðbólgumarkmiðin gera ráð fyrir að verðbólgan eigi að vera sem næst tveimur og hálfu prósenti, en hvers vegna? Jú, í hinum vestræna heimi er talið æskilegt að verðbólgan sé tvö til þrjú prósent. Tvö og hálft er því fínt markmið.

Davíð Oddsson, aðalbankastjóri Seðlabankans, og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, hafa báðir sagt verðbólgumarkmiðið vera tilraun. Undir það tekur Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra. „Fyrir sex árum samþykkti Alþingi þessa peningamálastefnu, að vera með lítinn fljótandi gjaldmiðil með verðbólgumarkmiðum. Nú horfumst við í augu við það að meta árangurinn af tilrauninni,“ segir ráðherrann.

Þrátt fyrir að gengið hafi verið sterkt á síðustu árum hefur óstöðugleiki verið mikill. Hvorutveggja hefur gert mörgum erfitt fyrir. Sérstaklega útflutningsgreinunum. Þar á meðal sjávarútveginum.

„Við studdum álvers- og virkjunarframkvæmdirnar fyrir austan og gerðum alltaf ráð fyrir að krónan myndi styrkjast um tíma. Þegar ráðist er í svo stóra framkvæmd verður auðvitað að huga að því á hvaða tíma þetta er gert og hvernig. Þá voru menn sammála  um að gengið  væri í jafnvægi með gengisvísitöluna 130 til 135. Reiknað var með að gengið styrktist, færi í 125 til 130 tímabundið. Það sem gerðist var að annað kom til, þ.á m. breytingarnar á húsnæðismarkaðinum. Samtök atvinnulífsins fengu Hagfræðistofnun Háskólans til að gera úttekt á afleiðingunum áður en þetta varð. Því átti þetta ekki að koma á óvart. Það var varað við afleiðingunum. Þetta var algjörlega skrifað.

Þegar tekin voru upp verbólgumarkmið var talað um að gengið myndi ráðast á markaði, hefur það gerst? Nei. Það sem Seðlabankinn hefur gert í viðleitni til að draga úr verðbólgu og spennu hefur verið að keyra markvisst á gengið til að lækka  innflutningsverð með þeim afleiðingum að gengið hefur styrkst óeðlilega í of langan tíma. Þetta er óheilbrigt og óeðlilegt og bitnar á okkur, okkur sem erum í því sem kallað er útflutnings- og samkeppnisgreinar,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Á síðasta aðalfundi LÍÚ kom fram að hátt gengi krónunnar hafði reynst útgerðinni þyngra en sá mikli brestur sem hefur orðið í þorskveiðum. „Þetta er einfalt reikningsdæmi,“ segir Friðrik og færir rök fyrir að hátt gengi krónunnar hafi kostað útveginn nokkrum  milljörðum meira en tekjutapið af minni þorskveiðum.

Edda Rós Karlsdóttir segir sjávarútveginn hafa sloppið betur frá þessu háa gengi sökum þess hversu verð á sjávarafurðum er hátt.

„Helst hefur þetta komið niður á útflutningsgreinunum. Á móti kemur að sjávarútvegurinn hefur komið betur út en nokkur þorði að vona. Það er annars vegar vegna þess hvað evran hefur verið sterk. Við erum sterk gagnvart dollar en veik gagnvart evrunni. Sjávarútvegurinn hefur verið mjög flinkur að færa milli markaðssvæða. Hins vegar hefur verð sjávarafurða verið í himinhæðum svo sú atvinnugrein hefur ekki verið í eins miklum vanda og gengisvísitalan hefur gefið til kynna.“

„Meginorsökin er sú að við höfum verið með mikinn vöxt í kerfinu og við höfum lagt of mikið á peningastefnuna. Sennilega hefðum við þurft að grípa til annarra aðgerða til að hægja á vexti. Ekki bara að við höfum verið að taka í notkun nýjar auðlindir og staðið í stórframkvæmdum, við höfum líka verið að gjörbreyta fjármálakerfinu, við höfum aukið aðgang fólks að peningum og það er í sjálfu sér ein helsta ástæða þess að peningamálastefnan hefur verið svona erfið.“
„Meginorsökin er sú að við höfum verið með mikinn vöxt í kerfinu og við höfum lagt of mikið á peningastefnuna. Sennilega hefðum við þurft að grípa til annarra aðgerða til að hægja á vexti. Ekki bara að við höfum verið að taka í notkun nýjar auðlindir og staðið í stórframkvæmdum, við höfum líka verið að gjörbreyta fjármálakerfinu, við höfum aukið aðgang fólks að peningum og það er í sjálfu sér ein helsta ástæða þess að peningamálastefnan hefur verið svona erfið.“

Stóriðjuþenslan og almenningur / Það er spurt um orsök og afleiðingar þess hvernig komið er. Hvað varð til þess að peningastefnan hefur ekki gengið betur en raun ber vitni.

„Meginorsökin er sú að við höfum verið með mikinn vöxt í kerfinu og við höfum lagt of mikið á peningastefnuna. Sennilega hefðum við þurft að grípa til annarra aðgerða til að hægja á vexti. Ekki bara að við höfum verið að taka í notkun nýjar auðlindir og staðið í stórframkvæmdum, við höfum líka verið að gjörbreyta fjármálakerfinu, við höfum aukið aðgang fólks að peningum og það er í sjálfu sér ein helsta ástæða þess að peningamálastefnan hefur verið svona erfið.“

Edda Rós segir kerfisbreytingarnar sem urðu 2004, þegar almenningi varð léttara að taka lán og bankarnir tóku að lána til húsnæðiskaupa, hafi haft mikið að segja. „Sú breyting jók álagið á kerfið.“

Skoðum aftur það sem Friðrik J. Arngrímsson sagði. Samtök atvinnulífsins fengu Hagfræðistofnun Háskólans til að gera úttekt á afleiðingunum áður en þetta varð. Því átti þetta ekki að koma á óvart. Það var varað við afleiðingunum. Þetta var algjörlega skrifað.“

En afleiðingarnar urðu sem fyrr segir meðal annars þær að útflutningurinn lenti í vanda vegna þess hversu sterk krónan var. Edda Rós segir sjávarútveginn hafa fært viðskiptin yfir í evru og hátt verð sjávarafurða hafi hjálpað mikið.

„Það er óeðlilegt að keyra á undirstöðurnar með þessum hætti og á endanum bitnar það á öllum. Við vorum tilbúnir að lifa við sterkt gengi tímabundið til að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið, en hvað hefur gerst? Seðlabankinn hefur hækkað vextina upp úr öllu valdi, fjármagn hefur streymt hingað á fölskum forsendum þar sem menn eru að sækja í vaxtamuninn. Svona spilaborg er dæmd til að hrynja og skellurinn verður enn þá meiri fyrir bragðið. Ég er sannfærður um að ef Seðlabankinn hefði ekki keyrt svona á gengið með vaxtahækkunum og valdið þessum miklu gengissveiflum væri staða okkar mun betri en nú er. Seðlabankinn telur sig vera að byggja upp trúverðugleika með aðgerðum sínum en hefur í raun komið óorði á Ísland sem er flokkað með löndum sem við viljum ekki líkjast í efnahagslegu tilliti. Hefði gengisvísitalan dólað öðru hvoru megin við 130 síðustu ár væri staðan önnur og betri. Nú er gengisvísitalan rúm 140 stig sem telja má í jafnvægi og allt er að fara á límingunum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson.

Gengið er stórmál fyrir fleiri. Gunnar Rafn Birgisson er framkvæmdastjóri Atlantik, sem er sú ferðaskrifstofa sem annast komur flestra skemmtiferðaskipa sem hingað koma. Gunnar Rafn er háður gengi krónunnar. „Við gerum okkar samninga frá september og fram yfir áramótin en tekjurnar fáum við frá júlí og til september, eða nokkrum mánuðum frá því við gerum samningana. Frá 1999 hefur þetta verið þannig að við höfum hagnast á gengissveiflunum í þrjú ár, hin hefur staðan verið þveröfug. Vegna þess hversu miklar sveiflur eru hér hefur það gerst ítrekað þegar við leitum samninga að við þurfum að fara fram á hækkanir sem eru langtum meiri en verðbólga hér á landi segir til um. Erlendir viðsemjendur okkar eiga erfitt með að skilja stöðuna sem við erum í. Sumir fyllast tortryggni. Þetta verður til þess að fólk tekur að efast um allt sem íslenskt er. Þegar krónan hefur verið sterk hækkar innlendur kostnaður, þenslan eykst, laun hækka og annað eftir því. Nú þegar krónan hefur veikst eru aðrir þættir sem hækka, svo sem olía og annað. Þetta gerir okkur erfitt fyrir. Það er ekkert augljóst hvernig er hægt að mæta þessu. Stundum gerum við framvirka samninga. Ferðaþjónustan er ekki að fá nóg í vasann. Það er búið að gera framvirka samninga á gömlu gengi.“

Ekki fer á milli mála að vandinn þeirra Gunnars Rafns og Friðriks er nokkur. Krónan hefur verið þeim erfið.

„Ferðaþjónustan hefur verið í vanda. Ástæðan fyrir að núverandi ástand er erfitt er sú að stór hluti atvinnulífsins er með erlendar skuldir sem hafa hækkað við fall krónunnar og hins vegar að svo stór hluti af neysluvörum eru innfluttar þannig að verðbólgan fer af stað og það verður erfitt að ná henni niður eftir að hún fer af stað. Mér sýnist að kostnaðarhækkunum sé velt beint út í verðlagið og því miður hafi myndast almennur skilningur á því að það sé bara eðlilegt mál. Um leið missum við verðskynið og verðbólguvæntingar fara af stað. Þá er spurning hvað gerist þegar krónan styrkist vonandi á ný. Mun verðið ganga til baka eða eru hækkanirnar komnar til að vera,“ segir Edda Rós.

 Bankarnir eru risar / Íslensku viðskiptabankarnir hafa vaxið mjög á síðustu árum. Svo mjög að þeir hafa gjörbreytt öllu landslagi. „Fjármálageirinn hér er hlutfallslega stór. Á efnahagsreikningi þjóðarinnar vegur fjármálageirinn því sem nemur 5 til 6,5 sinnum landsframleiðslu,“ bendir Vilhjálmur Egilsson á.

Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, sagði á síðasta ári: „Heilbrigði fjármálakerfisins er nauðsynleg forsenda hagstæðrar framvindu í efnahagsmálum og virkrar stefnu í peningamálum. Á undanförnum árum hafa fjármálaáföll riðið yfir víða um heim með víðtækum afleiðingum fyrir viðkomandi lönd og alþjóðlegt fjármálakerfi. Fjármálaáföll eru truflun eða skyndileg breyting á starfsemi fjármálafyrirtækja eða markaða sem hefur marktæk neikvæð áhrif á efnahagsþróun. Erfiðleikar í einu fjármálafyrirtæki, eða mikil verðbreyting á einum eignamarkaði, sem ekki hefur víðtæk áhrif á fjármálakerfið í heild og/eða á efnahagsstarfsemina, telst því ekki fjármálaáfall. Afdrifaríkustu fjármálaáföllin eru bankaáföll og gjaldeyrisáföll. Fjármálaáföll sem ógna fjármálakerfinu í heild kunna að krefjast sérstakra neyðaraðgerða af hálfu seðlabanka og/eða annarra opinberra aðila. Því er mikilvægt að treysta undirstöður fjármálakerfisins í hverju landi fyrir sig og að fylgjast með þáttum sem grafið gætu undan trúverðugleika þess.
Þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur að fyrirgreiðsla hans sé nauðsynleg til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins eða að möguleiki sé á keðjuverkun vegna erfiðleika eins fjármálafyrirtækis getur hann gripið inn í til þess að fleyta viðkomandi fjármálafyrirtæki tímabundið yfir þá erfiðleika sem það kann að hafa ratað í vegna lausafjárvanda.“

Það er öllum ljóst og hefur verið lengi að stærð bankanna hefur kallað á ný viðbrögð. Samt er deild á Seðlabankann um að hafa ekkert aðhafst, eða allavega ekki nóg. Seðlabankar annarra landa, landa sem búa við miklu öruggari og viðurkenndari gjaldmiðil, hafa gert með sér gjaldeyrisskiptasamninga, en íslenski Seðlabankinn hefur ekki fyllt fordæmi þeirra.

„Bankarnir hafa vaxið hratt og hafa þess vegna tekið há lán erlendis. Þeir hafa hins vegar passað sig mjög vel á því að efla eigið fé samhliða og hafa því ekki gengið á fjárhagslega styrk sinn hvað það varðar. Eðli bankastarfsemi er að miðla peningum. Þeir taka lán til skamms tíma, kannski þriggja ára. Þeir eru með innlán og við viljum alltaf geta gengið að okkar innlánum og erum ekki tilbúin að festa innlánin okkar í fjörutíu ár en við viljum fá lán að lágmarki í fimm til sjö ár, og jafnvel 25 til 40 ár. Bankarnir þurfa því stöðugt að endurfjármagna sig en eru bundnir til lengri tíma með útlánin, sem eru stærsti hluti eignanna. Seðlabankar voru upphaflega settir á stofn til að koma í veg fyrir að bankar sem eiga góðar eignir en getur verið erfitt að koma í verð með skömmum fyrirvara, fari ekki á hausinn af óþörfu. Það er því meginhlutverk seðlabanka að tryggja aðgang að lausafé og þetta kallast að vera lánveitandi til þrautarvara. Þegar við erum komin í þá stöðu að eignir og skuldir bankanna eru í annarri mynt en heimamynt þá verður kerfið allt viðkvæmara. Sérstaklega vegna þess að okkar Seðlabankinn hefur ekki þróað úrræði til að tryggja bönkunum lausafé í þeirri mynt sem þeir starfa með. Seðlabankinn hefur staðið sig vel í að veita aðgang að lausafé í íslenskum krónum. En bankana vantar tryggari aðgang að lausafé í erlendum myntum. Þetta var ekki vandamál fyrr en alþjóðlega lausafjárkreppan kom upp, enda er þessi fyrirgreiðsla seðlabanka mikilvægust á krepputímum. Nú eru erlendir aðilar að skoða hvaða aðgang bankarnir hafa að peningum á erfiðum tíma og setja spurningarmerki við það hvort bankarnir hafi aðgang að þeim peningum sem þeir þurfa. Það er þess vegna sem þessi vantrú á okkur magnast upp. Þótt það liggi fyrir að bankarnir séu sterkir og með ágæta lausafjárstöðu í dag eru áhyggjur af því að ef eitthvað kemur upp á þá vanti bakhjarl sem önnur lönd hafa í seðlabönkum. Þegar svona vantrú er komin upp magnast hún upp og getur valdið vandræðum að lokum. Vantrú er eitt það versta sem getur hent banka, því þeir þurfa stöðugt að vera að endurfjármagna sig. Við erum, held ég, eina landið í heiminum sem er komið með alþjóðlegt bankakerfi sem er margfalt stærra en landsframleiðslan en hefur mynt sem hvergi er tekin gild nema í heimalandinu,“ segir Edda Rós.

 Alvörustofnun eða hvíldarinnlögn / Það hefur verið gagnrýnt að stjórnmálamenn hafa fundið sjálfum sér farveg í Seðlabankanum. Þegar þeir hafa hætt í stjórnmálum hafa þeir skipað sig bankastjóra í Seðlabankanum, eða fengið samstarfsmenn í áraraðir til þess. Tómas Árnason, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólfsson frá Framsóknarflokki og Birgir Ísleifur Gunnarsson og Davíð Oddsson frá Sjálfstæðisflokki. Margir viðmælenda okkar eru sannfærðir um að þetta sé röng stefna og hún gangi ekki. Seðlabanki verði að hafa óskorað mannorð og um hann leiki ekki vafi eða efasemdir um ágæti hans og hlutleysi. Seðlabankinn þarf ekki síður á virðingu að halda en Hæstiréttur.

„Seðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum.“
„Seðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum.“

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem hafa gagnrýnt Seðlabankann hvað harðast. Hann er langt í frá sá eini sem það gerir. Þorvaldur hefur þetta að segja um Seðlabankann: „Seðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum. Hann gerðist meira að segja ritstjóri Fjármálatíðinda, elzta og helzta tímarits hagfræðinga á Íslandi, og birti þar meðal annars efnis tæknilega ritgerð um „þvinguð splæsiföll“. Einhver kynni að halda, að „þvinguð splæsiföll“ hljóti að lýsa atbeina bankaráðsins við bankastjórann, svo mjög sem bankaráðið hefur splæst á hann gegn betri vitund og velsæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu leið og Þjóðhagsstofnun; þau voru lögð niður. Bankaráð Seðlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ævinlega til hækkunar, og fyrir það þiggja flokksgæðingarnir þar á annað hundrað þúsund krónur á mánuði hver um sig, þar á meðal einn, sem hefur fengið dóma bæði fyrir meiðyrði og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er þannig, að Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtæki heimsins, spáir því í glænýrri skýrslu, að nær helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi næstu misseri, enda eru flestir mælar rauðglóandi. En bankastjórinn er ólæs á mælana, og enginn þorir að segja honum til.“

Prófessorinn er orðfastur. Fræg voru ummælin um Steingrím Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar hann varð seðlabankastjóri. Steingrímur var sagður búa yfir yfirgripsmikilli vanþekkingu á efnahagsmálum. Þannig að gagnrýni Þorvaldar Gylfason á Davíð Oddsson hefur svo sem áður verið sett fram um forvera hans.

 Ný áhöfn / Eftir að Jón Baldvin Hannibalsson sagði, í síðasta tölublaði Mannlífs, að núverandi stjórnendur Seðlabankans hafi fengið næg tækifæri og að skipta þurfi um áhöfn í bankanum hafa aðrir komið á eftir og tekið undir með Jóni. Þeirra á meðal eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, og Þorvaldur Gylfason prófessor. Enginn af þeim sem Mannlíf spurði sagðist geta borið traust til Seðlabankans og spár hans næstu misseri er í sjálfu sér fátt annað en mat á hvernig eigin verk munu ganga. Það á að vera dæmi um að störf bankans gagnast ekki sem skyldi. Þorvaldur Gylfason sagði, í samtali við Mannlíf, að Seðlabankinn hefði haft tvö vopn, bindisskyldu og stýrivextina. Í stað þess að hækka bindisskylduna var hún lækkuð og bankarnir bólgnuðu út. Þar með batt Seðlabankinn aðra höndina fyrir aftan bak, sagði Þorvaldur og barðist síðan með annarri hendinni, með stýrivöxtunum án nokkurs árangurs.

En hvað var það sem Jón Baldvin sagði og aðrir hafa tekið upp eftir honum: „Við getum ekki mikið lengur búið við afleiðingarnar af misheppnaðri peningamálastjórn Seðlabankans. Útgönguleiðin fyrir fólk og fyrir fyrirtækin sem hingað til hefur verið í því fólgin að leita eftir lánsfjármagni erlendis hefur nú lokast. Núverandi stjórn Seðlabankans hefur fengið sín tækifæri, en hefur ekki tekist að nýta þau með árangri. Það er því kominn tími til að skipta um áhöfn undir Svörtuloftum og fela stjórnina fagmönnum. Það er á ábyrgð forsætisráðherra og eðlilegast að koma slíkum breytingum til leiðar með breytingu á lögum. Við vitum ekki á þessari stundu hversu langvarandi þessi kreppa mun reynast.  Stjórn Bush Bandaríkjaforseta, sem hratt kreppunni af stað, er rúin trausti á öllum sviðum. Þangað er engra lausna að leita. Nýr forseti tekur ekki við fyrr en í byrjun næsta árs. Bandaríkin eru venjulega stjórnlaus undir lok valdatíma fráfarandi forseta og í byrjun þess næsta. Þess er því ekki að vænta að viðreisnaraðgerðir nýs forseta fari að hafa áhrif fyrr en líða tekur á næsta ár. Það er óhætt að slá því föstu að margir hafa ekki burði til þess að bíða svo lengi. Auk þess er íslenska hagkerfið illa í stakk búið til þess að takast á við langvarandi kreppu. Veiðiheimildir í bæði þorski og loðnu hafa verið skornar niður. Það mun bitna með ærnum þunga á landsbyggðarhagkerfinu. Hagkerfið á höfuðborgarsvæðinu er enn með hitasótt eftir ofþensluna og skuldum vafið. Það má því lítið út af bera.“

 Höfundur: Sigurjón Magnús Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: