„….við eigum ekki að kjósa landráðapakk og óþjóðhollt landssölulið. Sá kostur er fyrir hendi að kjósa Miðflokkinn og strika yfir nafn Karls Gauta.“
„Nú er fárra kosta völ hér á Suðurlandi varðandi það hvað skal kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að sparka þeim þingmanninum – Ásmundi Friðrikssyni – sem langoftast hefur sést hér meðal fólksins og gjörþekkir persónulega líf manna til sjávar og sveita. Að vísu kemur mannkostamanneskja, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, þar í þriðja sætið, sem Ásmundur hefði átt að halda – hún hefði frekar átt að fara í annað sætið, því við höfum ekkert með Vilhjálm Árnason þar að gera,“ segir í nýrri Moggagrein eftir Gunnar B. Guðmundsson.
„Því er um fátt að velja fyrir þá kjósendur sem bera fyrir brjósti fullveldi landsins og framtíðarhamingju þjóðarinnar – við eigum ekki að kjósa landráðapakk og óþjóðhollt landssölulið. Sá kostur er fyrir hendi að kjósa Miðflokkinn og strika yfir nafn Karls Gauta. Sá kostur er þó miklu vænlegri að kjósa Lýðræðisflokk Arnars Þórs Jónssonar. Hjá okkur skipar þar efsta sætið Elvar Eyvindsson og þekki ég hans fólk að öllu góðu. Hann er bóndi á Skíðbakka í Landeyjum, en fáir bændur skipa efstu sæti framboðslistanna. Með því að greiða honum atkvæði erum við að lýsa yfir stuðningi við réttlátan málstað.“