- Advertisement -

Höfum ekkert með Vilhjálm að gera

„….við eig­um ekki að kjósa landráðapakk og óþjóðhollt lands­sölulið. Sá kost­ur er fyr­ir hendi að kjósa Miðflokk­inn og strika yfir nafn Karls Gauta.“

Gunnar B. Guðmundsson.

„….við eig­um ekki að kjósa landráðapakk og óþjóðhollt lands­sölulið. Sá kost­ur er fyr­ir hendi að kjósa Miðflokk­inn og strika yfir nafn Karls Gauta.“

„Nú er fárra kosta völ hér á Suður­landi varðandi það hvað skal kjósa. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er bú­inn að sparka þeim þing­mann­in­um – Ásmundi Friðriks­syni – sem langoft­ast hef­ur sést hér meðal fólks­ins og gjörþekk­ir per­sónu­lega líf manna til sjáv­ar og sveita. Að vísu kem­ur mann­kosta­mann­eskja, Ing­veld­ur Anna Sig­urðardótt­ir, þar í þriðja sætið, sem Ásmund­ur hefði átt að halda – hún hefði frek­ar átt að fara í annað sætið, því við höf­um ekk­ert með Vil­hjálm Árna­son þar að gera,“ segir í nýrri Moggagrein eftir Gunnar B. Guðmundsson.

„Því er um fátt að velja fyr­ir þá kjós­end­ur sem bera fyr­ir brjósti full­veldi lands­ins og framtíðar­ham­ingju þjóðar­inn­ar – við eig­um ekki að kjósa landráðapakk og óþjóðhollt lands­sölulið. Sá kost­ur er fyr­ir hendi að kjósa Miðflokk­inn og strika yfir nafn Karls Gauta. Sá kost­ur er þó miklu væn­legri að kjósa Lýðræðis­flokk Arn­ars Þórs Jóns­son­ar. Hjá okk­ur skip­ar þar efsta sætið Elv­ar Ey­vinds­son og þekki ég hans fólk að öllu góðu. Hann er bóndi á Skíðbakka í Land­eyj­um, en fáir bænd­ur skipa efstu sæti fram­boðslist­anna. Með því að greiða hon­um at­kvæði erum við að lýsa yfir stuðningi við rétt­lát­an málstað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: