Stjórnmál

Höfum dregið úr eftirliti skattrannsóknarstjóra

By Miðjan

June 02, 2021

„Við hefðum strax átt að stórefla skattrannsóknir þegar Panama-skjölin litu dagsins ljós. Þá hefðum við einnig áttu að stórefla skattrannsóknir í kjölfar umfjöllunar Kveiks um fiskveiðar í Namibíu. Þess í stað höfum við dregið úr eftirliti skattrannsóknarstjóra með því að fella niður embættið og færa starfsemina inn í Skattinn. Þá höfum við ekki svarað ákalli héraðssaksóknara um aukið fjármagn til að rannsaka meint efnahagsbrot. Nú er hættan sú að mál falli niður eða fyrnist og hinir seku komist undan án þess að skila sínu til samfélagsins,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson í umræðunni um skattaskjólin.