- Advertisement -

Höfuðpaurarnir skildu engin fingraför eftir sig

Ragnar Önundarson skrifaði:

Ég fylgdist vel með útrásinni, sem olli mestu um „hrunið“.

Í eftirmálum hrunsins var ungt fólk í stöðum millistjórnenda dæmt fyrir að hafa framkvæmt vafasamar skipanir höfuðpauranna, sem gefnar voru í síma. Engin sök sannaðist á þá. Ef starfsmaðurinn hefði sagt nei hefði honum verið sagt upp. Ef hann hefði beðið um tölvupóst (sönnun) hefði honum verið ógnað. Ég harmaði og harma enn að ungt fólk, sem voru boðnir „gull og grænir skógar“, há laun og frami í bóluástandi, sem það hafði ekki lífsreynslu til að bera kennsl á skyldi hljóta dóma. Lögin eru víst svona, höfuðpaurarnir skildu engin fingraför eftir sig.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: