- Advertisement -

Höfnum níðingshætti

Jólasögur úr borginni

Vissir þú að í eldhúsum borgarinnar er starfsfólk á lágmarkslaunum skikkað til að henda afgangs mat í ruslið? Jóhanna og Ingibjörg sjá um að eldra fólk borgarinnar fái að borða á aðventunni sem og alla aðra daga ársins. Þær hafa áratuga starfsreynslu á sínu sviði og fá fyrir sitt mikilvæga framlag bæði svívirðilega lág laun og óviðunandi virðingarleysi frá atvinnurekenda sínum Reykjavíkurborg.Þær eiga skilið mannsæmandi laun! Er það ekki sanngjörn krafa?

Posted by Efling on Fimmtudagur, 19. desember 2019

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Elsku besta fólk, ég bið ykkur um að horfa á þetta myndband. Ég veit að þegar að þið eruð búin að því þá skiljiði hvað ég meina þegar ég segi að Reykjavíkurborg stundi forherta kvennakúgun á láglaunakonunum sem hjá henni vinna. Og þá hljótið þið að spyrja ykkur sjálf, eins og ég gerði fyrir mörgum árum: Er hægt að sætta sig við það? Og ég get ekki trúað öðru en að þið svarið eins og ég gerði þegar ég horfði í spegilinn og spurði sjálfa mig: Nei, það er andskotann ekki hægt!
Ég bið ykkur um að standa með okkur í baráttunni fyrir réttlæti í þessari borg sem við eigum saman. Við getum ekki þolað það að þau sem fari með völd skammti sér sjálfum sér milljónir á mánuði og allar þær veislur og útlandaferðir sem þeim dettur í hug á meðan að konurnar í myndbandinu, harðduglegar konur sem hafa verið á vinnumarkaði alla sína æfi í jafnréttisparadísinni fái 260.000 krónur útborgaðar og borgi svo 255.000 krónur í leigu, að konurnar sem gefi öðru fólki að borða megi sjálfar ekki bragða á matnum og eigi frekar að henda honum!
Við hljótum öll að standa sameinuð í að hafna slíkum níðingshætti!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: