Samfylkingin hafnar einkavæðingu
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um hvernig hann hyggst breyta rekstri ríkisstofnanna, einsog kveðið er á um í fjárlögum.
Bjarni hefur opnað á að einkaaðilar komi í ríkari mæli að rekstri heilbrigðisstofnanna. Ljóst er að langt er á milli, til að mynda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, hvað þetta varðar.
Bjarni hefur nefnt sem dæmi að Salastöðin, sem er rekin af einkaaðilum, standist fullkomlega allan samanburð við aðrar heilsugæslustöðvar.