Hóflegar arðgreiðslur hjá HB Granda
- Jón Gunnarsson, ráðherra sveitastjórnar, segir HB Granda hafa nýtt tækifæri til hagræðinga þegar ákvörðun var tekin um að færa alla vinnslu frá Akranesi og til Reykjavíkur.
„Við vitum að astæður eru útfllutningsfyrirtæknjunum okkar mjög erfiðar. Staða gjaldmiðilsins hefur veikt stöðu þeirra mjög mikið og fyrirtækin hafa leitað allra leiða til að hagræða. Þetta hefur komið fram í fleiri atvinnugreinum en sjávarútvegi,“ sagði Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarsráðherra, í samtali við Fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Hann sagði þarna hafi HB Grandi haft tækifæri til að hagræða í sínum rekstri. „Þetta er umsvifamikið sjávarútvegsfyrirtæki sem vissulega greiðir einhvern arð til sinna eigenda. Ég held að hann hafi ekki verið óhóflega mikill, miðað við þá miklu fjármuni sem eigendurnir binda í rekstrinum. Það er ljóst að ef fyrirtæki almennt, greiða ekki eigendum sínum arð af fjárfestingum sem farið er í, þá er til lítils að fjárfesta.“
Hann talaði einnig um samfélagslega ábyrgð. „Þetta er hluti af þessu stóra máli og með þessu samfélagslegu ábyrgð í atvinnulífinu almennt. Ég er þeirrar skoðunnar að, vitund atvinnulífsins, fyrirtækjanna almennt, hafi vaxið mjög á undanförnum árum í þessa átt og við sjáum að aðstæður starfsfólks hafa mikið batnað á síðustu árum,“ sagði Jón Gunnarsson.
-sme