- Advertisement -

„Hluthafa í Icelandair hf. varðar ekkert um þjóðarhag“

Vilhjálmur Bjarnason: „Önnur spurningin er: Eykur þessi eign verðmæti hluthafa? Hin spurningin er: Er verðið rétt?“

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, skrifar grein í Mogga dagsins. Vilhjálmur fjallar um WOWair og Icelandair og væntanlega yfirtöku þess félags á WOWair.

Að venju hefur Vilhjálmur ákveðnar skoðanir. Greinin er löng en einn hluti hennar er virði sérstakrar athygli:

„Fyrir hluthafa í Icelandair hf. eru aðeins tvær spurningar sem skipta máli í kaupum á WOW air. Önnur spurningin er: Eykur þessi eign verðmæti hluthafa? Hin spurningin er: Er verðið rétt? Hluthafa í Icelandair hf. varðar ekkert um þjóðarhag. Það eru kjörnir fulltrúar sem skulu hafa þær áhyggjur. Hluthafa í Icelandair hf. varðar ekkert um það hver eru áhrif áframhaldandi starfrækslu WOW air á samkeppni. Það er ekki hlutverk hluthafa í öðrum hlutafélögum að viðhalda samkeppni, frekar en það er hlutverk banka og fjármálafyrirtækja að byggja upp og viðhalda samkeppni á öðrum sviðum en fjármálamarkaði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar viðskipti af þessu tagi eiga sér stað verður að gæta þess að andlagið í viðskiptunum hafi þá eiginleika sem ætla má samkvæmt upplýsingum sem lágu fyrir þegar samningar voru gerðir. Hvað ef svo er ekki? Nærtækast er að spyrja: Hvaða verðmæti eru í seldum flugmiðum? Hvað kostar að flytja þá farþega, sem eiga bókað hjá WOW ir? Ef tap verður af þeim flutningi, þá verður það í raun til að lækka verð á hinu selda andlagi ef rétt er reiknað til verðs. Og hvað með það þótt WOW air hverfi af sjónarsviðinu? Varðar hluthafa í Icelandair hf. eitthvað um það hvernig afkoman verður á hótelum á Íslandi? Hvað gerist ef þessi kaup verða ekki efnd vegna þess að andlagið er ekki eins og því var lýst? Þá kemur upp stór spurning: Hvað vissu eftirlitsaðilar um fjárhagsstöðu WOW air? Því þarf að svara ef farþegar WOW air ná ekki að ljúka ferðalagi sínu áður en rekstri félagsins verður hætt.“

Víst er að ekki verði allir sammála Vilhjálmi. Icelandair group á nokkur hótel, svo eitt dæmi sé tekið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: