Gunnar Smári skrifar:
Katrín segir að breyta þurfi „skattlagningu þannig að hún þjóni markmiðum í loftslagsmálum. Það þarf að tryggja að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum.“ Þarna kemur fram vilji til að leggja kvaðir á lífeyrissjóði, svo það ætti að verða auðvelt að skylda þá til að fjárfesta í endurreisn félagslegs íbúðakerfis, t.d. með því að byggja upp og reka svo sem 20 þúsund íbúðir fyrir fjölskyldur sem búa í dag við okurverð á leigumarkaði.
Annars er það vaxandi umræða meðal Seðlabankafólks í útlöndum að Seðlabönkum beri að mæta loftslagsvandanum með því að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir; orkuskipti, skógrækt og hvað eina sem talið er nauðsynlegt, einfaldlega með því að prenta peninga. Það gera þjóðir þegar þær vilja leggja í stór átök, það er engin ástæða til að búa til hluta- eða skuldabréfamarkað kringum þetta.