Hlustar Dagur ekki á konur?
Fyrirgefðu Dagur, en hvar geymir þú konurnar á þínum lista? - Ég er ung kona með framtíðarsýn og ég ætla að gera gagn. - Alvarlegur atvinnurógur gegn fjölmiðlafólki?
„Mér hefur alltaf þótt Dagur B. Eggertsson geðugur maður. Nú kveður við annan tón,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, sem skipar annað sæti á framboðslista Sjáflstæðisflokksins í Reykjavík.
„Borgarstjórinn fer stórum orðum um framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Segir okkur tilheyra einhverjum „Morgunblaðsarmi“ en hafa á sama tíma tögl og haldir á ritstjórn Fréttablaðsins. Er það ekki svolítil mótsögn – og svolítið alvarlegur atvinnurógur gegn fjölmiðlafólki?“
Hildur heldur áfram: „Ekki eingöngu færir Dagur mig í dilka, hann gerir mér líka upp skoðanir. Segir mig, og aðra frambjóðendur listans, standa fyrir fortíðarþrá. Bætist í hóp frekra karla með kenningar um mínar skoðanir og mitt erindi. Sleppa því að hlusta þegar kona talar – því kona hlýtur almennt að vera handbendi einhverra karla. Viljalaust verkfæri. Skoðanalaus strengjabrúða.
Samfylking bíður fram meira af hinu sama – endurunnið fólk með endurunnin loforð. Karlar í forgrunni umræðunnar. Fyrirgefðu Dagur, en hvar geymir þú konurnar á þínum lista?
Að gefnu tilefni. Ég geng minna eigin erinda – og erinda borgarbúa. Ég er ung kona með framtíðarsýn og ég ætla að gera gagn.“