- Advertisement -

Hjúkrunarfólk var verðlaunað með óaðgengilegum kjarasamningi

Katrín Jakobsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.

„Undanfarið hefur verið rætt nokkuð í þessum sal um framvarðarsveitir okkar sem hafa lagt líf sitt að veði til að þjóðin kæmist klakklaust í gegnum þær þrautir sem hún gengur í gegnum núna,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki á Alþingi.

„Ég er að tala um í fyrsta lagi hjúkrunarfólkið okkar sem er búið að leggja líf sitt í hættu við að sinna fárveiku fólki og á örugglega stóran þátt í því að mannslát á Íslandi af völdum kórónuveirunnar eru með því allra lægsta sem gerist í öllum heiminum. Þessi stétt hjúkrunarfólks var verðlaunuð með óaðgengilegum kjarasamningi sem var felldur formlega í gær og það ríður á að nú verði sest niður með þessum aðilum og þeim gerður almennilegur samningur sem hægt er að styðja við,“ sagði Þorsteinn og vatt sér í næsta mál:

„Hin stéttin sem mig langar að gera hér að umtalsefni eru lögreglumenn sem fyrir rúmum tíu árum lögðu líf sitt í hættu við það að vernda þetta hús og þá sem í því voru. Þau verðlaun sem þeir fengu eftir það var að ekki var hægt að gera við þá kjarasamning af því að það var kreppa. Það er ekki enn hægt að veita þeim kjarabætur að sögn. Það er búið að sitja með þeim ótal fundi þar sem ríkisvaldið hefur boðið þeim upp á sömu samningsgjörð aftur og aftur. Lögreglumenn hafa neyðst til að auglýsa í blöðum og útskýra fyrir þjóðinni hvernig þessi staða er.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo þetta: „ Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til háborinnar skammar. Það verður núna að vinda bráðan bug að því að mæta lögreglumönnum og leiðrétta þeirra kjör eins og þeir eiga skilið. Þetta lítur út, herra forseti, eins og það sé verið að níðast á þessari stétt vegna þess að hún hefur ekki verkfallsrétt. Þetta er ekki boðlegt, herra forseti. Það þarf að breyta hér og bæta úr strax.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: