Fréttir

Hjólandi borgarstarfsmenn fá 72 þúsund

By Miðjan

April 05, 2017

Samykkt hefur verið að borga þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar 72 þúsund krónur, sem samþykkja að hjóla eða nota aðrar vistvænar leiðir, til að komast í og úr vinnu og eins til að sinna erindum í þágu borgarinnar á vinnutíma.

Markmiðið með samgöngusamningum er sagt vera til að hækka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu og vegna ferða í þágu vinnuveitanda. Greiðslur vegna samgöngusamninga verða 72 þúsund krónur á ári fyrir starfsfólk sem er í hálfu eða fullu starfi, en 36 þúsundum  króna fyrir starfsfólk í 33 prósent til 49 prósent starfi.

Einungis Framsókn sagði ekki já, sat hjá.