- Advertisement -

Hitastigið í ísskápnum

Svo matur geymist vel í ísskáp og skemmist ekki er mikilvægt að rétt hitastig sé í ísskápnum. Hitastig í ísskáp á að vera 0-4 gráður því þannig er komið í veg fyrir fjölgun baktería.

Á síðu Neytendasamtakanna má sjá áhugaverða grein um viðmið fyrir hitastig ísskápa. Miklu skiptir að hitastig í skáp sé rétt svo bakteríur fari ekki að fjöga sér en þær fjölga sér mjög hratt sé hitinn á bilinu 8-60 gráður. Sé hiti í ísskáp mikið yfir 4 gráðum má þannig gera ráð fyrir að maturinn sé ekki jafnöruggur til neyslu og ella auk þess sem geymsluþol hans minnkar. Svo fyrir utan sjúkdómahættu leiðir rangt hitastig við geymslu til aukinnar sóunar matvæla.

Sumir nýir ísskápar eru með stafræna hitastilla og þá er í raun frekar einfalt að stilla bara skápinn á æskilegan hita. Margir ísskápar eru þó með skífustillingu (e.t.v. frá 0-5, 0-6 eða MIN-MED-MAX) og þá er erfiðara að átta sig á því hver raunverulegur hiti í skápnum er, en ólíkt því sem sumir halda þýðir stillingin 1 yfirleitt ekki að í skápnum sé einnar gráðu hiti. Í flestum ísskápum eykst kælingin einfaldlega eftir því sem stillingin er hækkuð. Það er líka mikilvægt að kuldinn í ísskápnum sé ekki óþarflega mikill því þá eykst orkunotkun hans auk þess sem sum matvæli (t.d. grænmeti) geta orðið mjög ólystug í of miklum kulda.

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: